Listasafn Árnesinga – Leiðsögn með Guðrúnu

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Verulegar Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15:00   Sunnudaginn 8. október kl. 15 mun Guðrún Tryggvadóttir segja frá verkum sínum á  sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nýverið var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Hrunaréttir verða föstudaginn 15 september. Truflun verður á umferð dagana 14. og 15. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Fimmtudaginn 14. september  verður fjársafnið rekið  frá Tungufelli  niður í Hrunaréttir um Hrunamanna og Skeiðaveg þannig að það má búast við truflun á umferð frá ca. 10.00 til 17:00 Á réttardaginn 15. september verður líka verið að reka fé niður Hrunaveg sem byrjar um 13:00 Athugið að  ýmsar stofnanir í hreppnum verða lokaðar þennan dag, bæði íþróttahúsið og sundlaugin á …

Útboð nýlögn ljósleiðara 2017-2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Útboð Hrunaljós óskar eftir tilboðum í verkið Nýlögn Ljósleiðara 2017 – 2018 Verkið felur í sér plægingu á ljósleiðararörum og blástur ljósleiðara í rörin. Tenging við hús og tengimiðju. Helstu magntölur eru: Plægðir metrar 120.000 Blásnir metrar 145.000 Fjöldi tengistaða 200   Útboðsgögn er hægt að fá rafrænt frá 8.sept 2017  hjá Umhverfis og tæknisviði Uppsveita með því að senda …

Auglýsing um skipulagsmál

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn:  Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1. Lögð fram til kynningar tillaga að …

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð 2. september 2017

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð laugardaginn 2. september 2017   Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju. Félagar úr kirkjukór leiða sönginn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Grillaðar pylsur og molasopi. Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00 Matvæli úr sveitinni. Alls kyns ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli, Kjöt frá Koti, kræsingar í krukkum, brauðmeti, handverk, listir …