Umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á 17.júní hátíðarhöldunum voru afhent umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps. Það er umhverfisnefnd Hrunamannhrepps sem sér um tilnefninguna. Í ár voru það Nína Faryna og Yaroslav Krayduba sem fengu verðlaun fyrir garðinn sinn og umhverfi við húsið sitt í Ásastíg 12 b. Hér er greinagerð sem frá umhverfisnefnd sem fylgdi verðlaununum. Garðurinn ber þess merki að það sé vel hugsað um hann. Glæsileg …

Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps kynnir hér gönguferðir sumarsins 2018. Þetta er sautjánda sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Ferðirnar eru alls sjö. Allar ferðirnar verða á miðvikudagskvöldum í sumar nema ferðirnar 30.06. og 25.08. sem eru dagsgöngur. Frítt er í allar göngurnar en innheimt verður fyrir leiðsögn/akstur í Stóru-Laxár gönguna. Leiðsögumenn í ferðunum í samvinnu við heimafólk verða …

Uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna Mánudaginn 18. júní

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hin árlega uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna, í afréttinn, verður farin mánudaginn 18. júní 2018. Mæting er við afréttarhliðið kl. 10.00. Þar verður verkefnum úthlutað. Þeir sem ekki komast fyrr en um hádegi eru velkomnir þá. Dreifa á 30 tonnum áburði og 540 kg fræi.  Dreift verður með dráttarvélum og handsáð. Hvetjum allt áhugafólk um landgræðslu til að mæta og leggja góðu …

Skipulagsauglýsing 6. júní 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Deiliskipulagsmál Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: Deiliskipulag fyrir Sogsvirkjanir, Steingrímsstöð. Grímsnes- og Grafningshreppur. Kynnt er lýsing vegna deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Steingrímsstöðvar. Deiliskipulagið snýst í meginþáttum um að staðfesta núverandi landnotkun …

Yfirlýsing frá Kjörstjórn

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Yfirlýsing. Vegna athugasemda D-lista og óháðra við framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningum þann 26. maí 2018 voru atkvæði endurtalin að viðstöddum fulltrúum framboðanna fyrir opnu húsi. Niðurstaða talningar var óbreytt og voru kjörbréf til nýrra sveitarstjórnarmanna undirrituð í kjölfarið. Kjörstjórn Hrunamannahrepps.

Tilkynning frá kjörstjórn Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Tilkynning frá Kjörstjórn Hrunamannahrepps. Vegna  athugasemda  frá D-lista og óháðum við framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningunum þá mun kjörstjórn Hrunamannahrepps endurtelja atkvæði í opnu húsi í Huppsal í Félagsheimili Hrunamanna mánudaginn 4. júní kl. 20:30 að viðstöddum fulltrúum listana. Kjörstjórn Hrunamannahrepps.  

sundlaugin lokuð 4. og 5. júní n.k.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Vegna viðhalds sundlaugarinnar verður hún lokuð mánudaginn 4.júní og þriðjudaginn 5.júní. Þessa daga verður laugin m.a. tæmd og hún þrifin, nýir speglar settir inn í klefana o.s .frv……. Laugin opnar svo aftur miðvikudaginn 6.júní. Talsvert af nýju dóti er komið í laugina og tilvalið fyrir alla að koma og kíkja á það. Að lokum er minnt á hreyfiviku 24. til …

Hreyfivika í Hrunamannahreppi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ ætlum við að bjóða upp á aukaopnunartíma í sundlaug og íþróttahúsi vikuna 28.-maí-3.júní. Íþróttahúsið á Flúðum – fjölskyldutímar – enginn aðgangseyrir. Mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.00-21.00 getur fjölskyldan komið og leikið sér saman í glæsilega íþróttahúsinu okkar. Enginn aðganseyrir verður í þessi skipti, en mikilvægt er að börn séu í fylgd með fullorðnum. …

Sameiginlegur framboðsfundur

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sameiginlegur framboðsfundur      Framboðslistar í Hrunamannahreppi boða til sameiginlegs framboðsfundar þriðjudaginn  22. maí kl 20:00 í Félagsheimili Hrunamanna. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér frambjóðendur og málefni listanna.   Með vorkveðju, D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og H-listinn.  

Umhverfisdagur Hrunamannahrepps 2018 Föstudaginn 11. maí.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Umhverfisdagur Hrunamannahrepps 2018 Föstudaginn 11. maí.   Rusladagurinn verður tvískiptur að þessu sinni. Hann byrjar á að nemendur Flúðaskóla og leikskólans Undralands taka virkan þátt í tiltektinni á Flúðum og verður hafist handa kl. 10:20 og nánasta umhverfi skólanna hreinsað. Íbúum Flúða og öðrum er frjáls þátttaka með skólunum. Þá er ætlunin að þakka fyrir góða frammistöðu með því að …