Hrunaljós- ljósleiðari um Hrunamannahrepp

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Nú er undirbúningi og hönnun á ljósleiðara um Hrunamannahrepp langt komið og mun Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Hrunaljóss verða á ferðinni á næstu dögum og vikum til að kynna fyrirhugaða lagningu ljósleiðarans um sveitina og kanna áhuga fyrir tengingu og skoða lagnaleiðir. Hægt er að hafa samband við Guðmund í síma 863-4106 og í tölvupósti gudmundur@snerra.com, ef einhverjar vangaveltur eru eða …

Auglýsing um Skipulagsmál

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:    Deiliskipulag fyrir frístundahúsalóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi. Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 3,2 ha lóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi þar sem fyrirhugað er að reisa frístundahús …

Rusla/dósatínsla/Verslunarmannahelgin

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur óskar eftir áhugasömum aðila til tína rusl/dósir á Flúðum um næstu verslunarmannahelgi. Verkið felur í sér að tína rusl og dósir á Flúðum fjóra morgna frá föstudegi að telja.  Miðað er við að búið sé að hreinsa svæðið fyrir kl. 8:00. Sem endurgjald fyrir verkið greiðir Hrunamannahreppur kr. 100.000 auk þess sem viðkomandi eignast allar skilagjaldsskildar umbúðir sem hann getur safnað …

Gámasvæði á Flúðum – Lokun

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Búið er að setja upp hlið við innkeyrsluna á Gámasvæðið á Flúðum. Til að byrja með verður hliðið opið milli klukkan 8 á morgnanna og 22.00 á kvöldin, alla daga vikunnar. Nánari tímatakmarkanir verða auglýstar síðar, á heimasíðu og í Pésa. Bannað er að henda sorpi við innkeyrsluna og fólk er beðið að ganga snyrtilega um.  

Tæknisvið – Upplýsingar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Tæknisvið uppsveita hefur stofna facebókarsíðu, þar sem tæknisviðið kemur á framfæri upplýsingum um starfsemi sína, t.d. tæmingu rotþróa og öðru slíku. Hér má sjá síðuna  https://www.facebook.com/taeknisvidupp/  

Fasteignamat eigna. Hvernig nálgast má upplýsingar á Island.is

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hér  eru leiðbeiningar hvernig þú getur fundið álagningarseðla og fasteignamat. Hægt er að velja linkinn island.is á forsíðu Hrunamannahrepps    island.is. þá kemur upp valmynd, nokkrir mislitir kassar. Þar er valið mínar síður. Þar þarf að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma eða korti. þegar komið er þar inn er hægt að velja „pósthólf“  þar er …

Breytingar á A deild 1. júní

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Eftirfarandi breytingar verða eftir 1. júní 2017: Réttindaávinnsla …

Íbúafundur : Í hvernig samfélagi vilt þú búa?

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:   Hrunamannahreppur – félagsheimili Hrunamanna – mánudaginn 29. maí kl. 20:00 Sjá nánar í auglýsingu hér: Íbúafundur