17. júní í Hrunamannahreppi

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Eftirtaldir aðilar verða með opið 17. júní.

Kaffi Grund: Kaffi og kökur verða á boðstólnum allan daginn. Ef veður leyfir verður Berglind á grillinu með góðgæti fyrir unga sem aldna.  

Hótel Flúðir: Grillið verður opið í hádeginu. Kvöldverðartilboð, þriggja rétta 17. júní kvöldverður á kr. 5.900 per mann.

Verslunin Samkaup-Strax: Opið frá 10:00 – 19:00

Golfskálinn Snússa, Ásatúni: Kaffihlaðborð frá 14:00 – 17:00

Kaffi- Sel: Opið frá 8:00 – 21:00

Pizzavagninn: Verður fyrir utan félagsheimilið frá 18:30 – 21:00

Minilik-veitingastaður: Opið hús frá 14:00 – 17:00 í gömlu ferðamiðstöðinni

Bændamarkaðurinn á Flúðum: Opið frá 11:00 – 18:00

17. júní hlaupið – Tilhögun

Keppt verður í tveimur aldursflokkum:

 • 10 ára og yngri (2001 og síðar)
 • 11 ára og eldri (2000 og fyrr)

Keppnin hefst að lokinni dagskrá í sundlauginni

 • Fyrst keppir yngri flokkurinn og síðan sá eldri
 • Keppendur mæti við rásmark sem verður við íþróttahúsið

Verðlaunaafhending er strax að lokinni keppni

 

Kassabílarallý – Reglur

 • Aðeins má nota bíla með fjögur hjól
 • Bílar skulu knúnir með mannafli
 • Hámarksfjöldi keppenda með hverjum bíl eru þrír (einn stýrir og tveir ýta)
 • Ökumenn bílanna verða að vera með hjálm

Keppt verður í tveimur aldursflokkum:

 • 11 ára og yngri (2000 og yngri)
 • 12 ára og eldri (1999 og eldri)
 • Skráning í keppnina hefst strax að lokinni dagskrá í sundlauginni
 • Kassabílarallýið hefst að loknu 17. júní hlaupi

 

Verðlaunaafhending er strax að lokinni keppni