Aðkoma að Flúðum vegna Bræðratunguvegar

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Uncategorised

Borist hefur tillaga frá Vegagerðinni vegna aðkomu að Flúðumv vegna Bræðratunguvegar. Hér er hægt að skoða tillöguna og bókun hreppsnefnar vegna hennar er svohljóðandi:  „Vegalagning í framhaldi af nýrri brú yfir Hvítá. Oddviti kynnti tölvupóst sem borist hefur vegna Bræðratunguvegar og formlegt erindi sem lagt hefur verið fram á fundinum. Hreppsnefnd samþykkir framkomna tillögu nr. 9 frá. Vegagerðinni. Breyting á Bræðratunguvegi að hringtorgi er óveruleg og þarfnast ekki aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að undirbúa aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingar sem tengjast framhaldi málsins.“