Aðventuhátíð á sunnudag

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

Aðventuhátíð Hrunaprestakalls 2009 sunnudaginn 29. nóvember

kl. 13:25   Jólaljósin fyrir framan Félagsheimilið tendruð

kl. 13.30   Aðventustund Hrunaprestakalls inni í Félagsheimili.

Söngur og hugvekja.

Á vegum Kvenfélags að lokinni aðventustund:

  • Súkkulaði og vöfflur til sölu
  • Kökubasar
  • Sala jólakorta SSK

 

Allur ágóði af veitingasölunni mun renna til kaupa á hjartastuðtæki sem staðsett verður í bíl Björgunarfélagsins Eyvindar. Félagskonur og þeir sem vilja og geta, eru hvattir til að koma með bakkelsi eða annað góðmeti á kökubasarinn. Tekið er á móti góðmetinu frá kl. 11.00 – 13.00, sunnudaginn 29. nóvember í Félagsheimilinu. Hvetjum fólk til að gefa sér tíma til að njóta þessarar hátíðarstundar í upphafi aðventunnar og njóta þannig góðrar samveru og nærveru.

Kvenfélag Hrunamannahrepps og Hrunaprestakall.