Aðventutónleikar 27.11.10.

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

 

Að þessu sinni verðum við einnig með eina tónleika í Skálholti laugardaginn 27 nóvember kl. 16. og er mikil tilhlökkun að fá tækifæri til að syngja á þeim merka stað.

Mikill hátíðarblær er yfir þessum tónleikum og dagsskráin glæsileg.  Ásamt Karlakór Reykjavíkur koma fram á  tónleikunum félagi okkar Sveinn Dúa Hjörleifsson tenor sem hefur nýlokið námi frá Vínarborg, hann syngur einsöng í nokkrum lögum.  Lenka Mátéová spilar á orgelið, hún hefur verið með kórnum á aðventu í mörg ár og síðan eru það Ásgeir Örn Hallgrímsson og Eiríkur Örn Pálsson sem spila á trompet og  Eggert Pálsson á páku, allir eru þeir félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að venju er það okkar ástsæli stjórnandi Friðrik S Kristinsson sem stjórnar.

 

Sjá plakat