Álagning fasteignagjalda

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Nú er verið að senda út álagningar- og greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum árið 2012. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“. Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda.

Við sendu ekki út greiðsluseðla, nema fyrsta greiðsluseðilinn,sem kemur með álagningarseðlinum. Þeir sem óska eftir að fá senda greiðsluseðla áfram, vinsamlegast hafið samband fyrir næsta gjalddaga. Hægt er að hringja í síma 480-6600 eða senda tölvupóst á svanhildur@fludir.is

Nú verður tekin upp sú nýbreytni að rotþrær við íbúðarhús og sumarhús í dreifbýli verða hreinsaðar á þriggja ára fresti, í fyrsta skipti 2012, en sveitarfélaginu verður skipt upp í þrjú hreinsunarsvæði á tímabilinu. Nánar verður auglýst síðar hvaða svæði verða tekin fyrir þetta árið. Rotþróargjald verður innheimt árlega.

Hægt er að sjá álagningu hér

.