Allir komast í einn kagga

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

kaddi1

Cadillac Fleetwood limosin 1958

Á Sólheimum er nú unnið að því að koma upp safni. Þar er margt merkilegra gamalla muna úr daglega lífinu sem minna okkur á gamla tíma. Þar er einnig að finna nokkra einstaklega fallega bíla, nú síðast var keyptur Cadilac árgerð 1958, níu manna kjörgripur. Esther Guðjónsdóttir eigandi bílsins er sveitarstjórnarmaður í Hrunamannahreppi og getur hún boðið allri hreppsnefndinni ásamt sveitarstjóra og þess vegna fleiri gestum í bíltúr í einu.