Alþingis- og íbúakosningar

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar og íbúakosningu liggur frammi á skrifstofu Hrunamannahrepps á opnunartíma skrifstofunnar.

Hreppsnefnd vill vekja athygli á því að atkvæði vegna íbúakosninga verða talin í Félagsheimilinu á Flúðum um leið og kjörstað er lokað og eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með talningunni.