Árleg uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Hin árlega uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna, í afréttinn, verður farin  föstudaginn 15. júní 2012.

Mæting er við afréttarhliðið kl. 10.00. Þar verður verkefnum úthlutað. Þeir sem ekki komast fyrr en um hádegi eru velkomnir þá.

Dreifa á áburði og fræi.  Dreift verður með dráttarvélum og handsáð.

Einnig á að dreifa heyi og þarf dráttarvélar með tækjum í það.

Hvetjum allt áhugafólk um landgræðslu til að mæta og leggja góðu málefni lið.

Ef einhvern vantar far innúr má hafa samband við Esther í síma 8658761.

Grillveisla og léttar veitingar verða fyrir þátttakendur að verki loknu, í Svínárnesi  J

Skráning á fólki og tækjum í ferðina hjá stjórnarmönnum:

 

Esther 8658761,  Sigurður H. 8664219,  Samúel 8641758, 

Eiríkur 8928876,  Jóhanna B. 8494961.