Atvinna: Forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundafulltrúi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 50% starf sem forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Meginstarfið felst í  stjórnun vegna í  íþróttahúss og sundlaugar á Flúðum og yfirumsjón með íþrótta- og tómastundastarfi í sveitarfélaginu.  Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun og starfsreynslu sem nýtist í starfi.  Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna.  Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. ágúst n.k.  Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is.   Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 30. mars n.k.

Auglýsing