Laus staða leikskólastjóra í Undralandi á Flúðum

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Starfssvið

  • Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans.
  • Fagleg forysta og forysta í samstarfi milli starfsmanna og foreldra.
  • Stjórnun og ráðning starfsfólks.
  • Vinna að framvindu og þróun í starfi leikskólans.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun ásamt framhaldsmenntun á sviði stjórnunar.
  • Reynsla af stjórnun leikskóla mjög æskileg.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi ásamt skipulagshæfni.
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

 

Í leikskólanum Undralandi eru að jafnaði við nám 35-40 nemendur í þremur deildum.

Sjá nánar á http://www.undraland.is.

 

Í Hrunamannahreppi búa um 780 íbúar og þar af býr um helmingur í þéttbýlinu á Flúðum. Öflug atvinnustarfssemi er í sveitarfélaginu og blómlegt mannlíf.

Grunnskóli, sundlaug, bókasafn og önnur stoðþjónusta er til staðar í þéttbýlinu á Flúðum.

Stutt er í helstu ferðamannastaði og náttúruperlur á Suðurlandi.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga

og KÍ fyrir hönd Félags stjórnenda leikskóla.

 

Umsóknarfrestur er til 23. nóvember n.k. en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf um áramótin 2012/2013. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem tilgreindar eru ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Umsóknum og fylgigögnum skal skilað á

skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, 845 Flúðir eða á netfangið hruni@fludir.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri

í síma 480-6600 eða á netfangið jon@fludir.is.