Atvinna í Hrunamannarhreppi: Auglýstar 2 stöður

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Atvinna

Áhaldahús Hrunamannahrepps

 Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í áhaldahúsi Hrunamannahrepps.  Meginstarfið felst í starfi aðstoðarmanns hreinsunarbifreiðar sem sér um hreinsun á seyru í Uppsveitum og síðan almenn störf á vegum áhaldahússins.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu vegna skráningar upplýsinga í tölvukerfi og meðferð vinnutækja.  Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi.    Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. desember n.k.    Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is.   Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 23. nóvember n.k.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundafulltrúi

 Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 50% starf sem forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Meginstarfið felst í  stjórnun vegna  íþróttahúss og sundlaugar á Flúðum og yfirumsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.  Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun og starfsreynslu sem nýtist í starfi.  Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna.  Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. febrúar n.k.  Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is.   Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 23. nóvember n.k.