ATVINNA – Umsjónarmaður gámasvæðis og umhverfismála

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Atvinna

Umsjónarmaður gámasvæðis og  umhverfismála

Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf sem umsjónarmaður gámasvæðis og til að sinna umhverfismálum í Hrunamannahreppi.

Meginstarfið felst í umsjón og umsýslu með gámasvæðinu á Flúðum,  grenndarsvæðum í sveitarfélaginu og almennt með umhverfis- og úrgangsmálum.  Æskilegt er að viðkomandi hafi ríka hæfni í mannlegum samskiptum og þekkingu á tæknibúnaði og vinnuvélum.   Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi.    Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. janúar n.k.    Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is.

Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 13. nóvember n.k.