Miðvikudaginn 2. september fundar Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hér á Flúðum. Fundurinn hefst kl. 12.00 – á Hótel Flúðum. Þar hittir stjórn félagsins fulltrúa hreppsnefndar Hrunamannahrepps. Þegar þeim fundi er lokið verður stutt skoðunarferð.
Kl. 13.00 verður heimsókn í Flúðasveppi þar sem Georg Ottósson formaður Sölufélags garðyrkjumanna fer yfir stöðu garðyrkjunnar í stuttu máli .
Kl. 13.30 verður heimsókn í Límtrésverksmiðju BM Vallár á Flúðum. Þar hittum við Sigmund Brynjólfsson, framleiðslustjóra sem sýnir okkur verksmiðjuna og segir frá verkefnastöðu o.s.frv.
Kl. 14.00 Hefst fundur Atvinnuþróunarfélagsins og á sama tíma fundar Hreppsnefnd Hrunamannahrepps.