Auglýsing frá Skipulgsfulltrúa

Lilja Helgadóttir Skipulagsmál

AUGLÝSING UM  SKIPULAGSMÁLÍ UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
 
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 innan þéttbýlisins á Flúðum. Í breytingunni felst að um 1,3 ha svæði meðfram vestanverðum
 
Ljónastíg breytist úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði, merkt A14. Meginforsenda breytingar er sú að á umræddu svæði eru nú þegar þrjú íbúðarhús og þess vegna talið æskilegt að skilgreina svæðið sem íbúðarsvæði. Með breytingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að bæta við tveimur íbúðarhúsalóðum við götuna.  
Áður en breytingin verður tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn verður hún til kynningar frá 15. apríl n.k. til 6. maí á skrifstofu sveitarfélagsins á Flúðum og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Dalbraut 12, Laugarvatni. Þá verður einnig hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/.
 
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps