Auglýsing frá Kjöti í koti

Lilja Helgadóttir Tilkynningar


Kjöt frá Koti

Nú um áramótin opnuðum við kjötvinnslu í Langholtskoti. þar sem við vinnum okkar nautgripi.

Þar er hægt að kaupa nautakjöt í því magni sem hentar hverjum og einum. Steikur og hakkpakkningar í stykkjatali, heilan,hálfan eða fjórðung úr skrokk og 20 kg. pakkningu sem er 12 kg. hakk og 8 kg. vöðvar og gúllas.

Kjötið er úrbeinað og pakkað í lofttæmdar umbúðir, hver vöðvi er merktur og kemur þar fram þyngd og dagsetning.

Kjötið er afgreitt á staðnum einnig er hægt að koma því til kaupanda.

Verð á kjöti af holdakyni 1550 kr. pr. kg. og 1450 kr. pr. kg. af íslenskum stofni ef keypt er heilan, hálfan, fjórðung úr skrokk eða 20kg.pakkning.

Kjötið er afgreitt frosið og miðast allt verð við staðgreiðslu.

 

Upplýsingar í síma 8943333 Unnsteinn, 8226617 Valdís

Verið velkomin að senda inn fyrirspurnir á lkot@simnet.is