Auglýsing um skipulagsmál – deiliskipulagslýsing Gröf

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Deiliskipulagslýsing

Júní 2016
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
2

EFNISYFIRLIT:

DEILISKIPULAGSLÝSING 3
1.1 Inngangur3
1.2 Fyrirliggjandi skipulagsáætlanir3
1.3 Umhverfi og aðstæður á skipulagsreitnum4
1.4 Helstu viðfangsefni og meginmarkmið7
1.5 Gagnaöflun og greining forsendna7
1.6 Umhverfismat skv. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga7
1.7 Skipulagsferlið, umsagnaraðilar, kynning og samráð8
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
3
DEILISKIPULAGSLÝSING
1.1 Inngangur
Gerð lýsingar deiliskipulags er unnin skv. 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni
eru dregnar fram helstu forsendur og markmið deiliskipulagsins.

Uppi eru áform um uppbyggingu innan reitsins, s.s. fyrir íbúðabyggð, söfn og ferðaþjónustu.
Skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum á Flúðum og er ætlunin að koma til móts við þá
eftirspurn. Á undanförnum árum hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um söfn og safnatengda
starfsemi, sem m.a. hafa sprottið útfrá núverandi minjasafni í Gamla fjósinu. Nú nýlega hefur
leikhópurinn Vesturport sýnt svæðinu og húsunum þar áhuga, og hafa viðrað hugmyndir um
sambland leikhúss, safns og veitingaþjónustu. Bæði Gamla fjósið og gróðurhúsin hafa verið nefnd
í því sambandi, en enn er of snemmt að segja til um hvað verði að lokum niðurstaðan.

mynd 1. Yfirlitsmynd yfir skipulagsreitinn

1.2 Fyrirliggjandi skipulagsáætlanir
Í tillögu að aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016 – 2032, sem nú liggur fyrir og er endurskoðun
á gildandi aðalskipulagi, er svæðið skilgreint sem miðsvæði M2 og um landnotkun segir „Svæði
fyrir verslun og þjónustu en einnig verður gert ráð fyrir íbúðum, m.a. á efri hæðˮ. Í
aðalskipulaginu er ennfremur gert ráð fyrir reiðstíg meðfram bökkum Litlu‐Laxár.

Norðan við skipulagssvæðið er Tjörnin í Gröf, votlendissvæði á hverfisvernd, merkt HV12. Um
það segir í aðalskipulaginu: Lítið bjúgvatn, þ.e. sveigmyndað vatn í gamalli árbugðu Litlu‐Laxár.
Tjörnin er óröskuð og er griðland fugla á vorin. Gildi tjarnarinnar er sérstakt vegna nálægðar við
byggð og vegna fræðslugildis hennar. 50m mörk hverfisverndarákvæða eiga ekki við hér á sama
hátt og á öðrum hverfisverndarsvæðum en afmörkun er sýnd á uppdrætti.
1
Tjörnin er ekki innan
1
Kafli 2.6.2 í drögum að Aðalskipulagi 2016‐2036
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
4
deiliskipulagsreitsins og hefur því ekki bein áhrif á fyrirhugað skipulag, en verður þó að hafa í
huga þegar kemur að ákvörðunum um hæðarsetningu húsa, gatna með tilheyrandi afrennsli af
svæðinu.
mynd 2. Hluti úr tillögu að aðalskipulagi Hrunamannahrepps , svæði M2

Önnur markmið sem nefnd eru í tillögu að aðalskipulagi Hrunamannahrepps eru eftirfarandi:

 Að stuðlað verði að þéttingu byggðar innan þéttbýlisins á Flúðum .
 Að komið verði til móts við mismunandi þarfir íbúa hvað varðar íbúða‐ og húsagerðir.
 Lögð verði áhersla á uppbyggingu á svæðum tengdum núverandi byggð.
 Byggð verði lágreist, hús verði ekki hærri en 2‐3 hæðir.
 Nýtingarhlutfall lóða verði á bilinu 0,5 til 1,0
 Yfirbragð byggðar á hverjum stað taki mið af umhverfi sínu, ásýnd byggðar sé aðlaðandi
og vandað til frágangs lóða.

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir reitinn en skipulagshugmyndir voru komnar langt á veg varðandi
heilsuþorp á árunum 2011‐2012, en úr því varð ekkert þegar ljóst var að ekki fengjust fjárfestar í
það verkefni. Þar var gert ráð fyrir mjög þéttri og mikilli byggð þar sem flest núverandi hús voru
látin víkja. Áður en hugmyndir um heilsuþorp komu til sögu var deiliskipulagsferli fyrir
hefðbundna íbúðarbyggð komið langt á veg þar sem gert var ráð fyrir um 40 íbúðum í einbýli og
parhúsum. Það skipulag var heldur aldrei staðfest.

1.3 Umhverfi og aðstæður á skipulagsreitnum
Sagan
Gröf var lengi kirkjustaður og þingstaður. Á miðri síðustu öld var rekinn þar hefðbundinn kúa‐ og
fjárbúskapur í bland við ylrækt. Ylræktin hélst lengi eftir að hefðbundinn búskapur lagðist af og
standa mannvirki þessu tengt ennþá innan reitsins. Laxárhlíð og Sunnuhlíð eru nýbýli úr jörðinni
og fékk hvort nýbýli fyrir sig 1/3 úr jörðinni. Land jarðanna Grafar og Laxárhlíðar er nú í eigu
sveitarfélagsins sem og gróðurhúsin, en íbúðarhúsin og fjósið eru í einkaeigu.

Fornleifaskráning
Fornleifaskráning hefur farið fram á reitnum og vann Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur
skráninguna og birti í skýrslu nr. 2008/1 „Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í landi Grafar í
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
5
Hrunamannahreppiˮ. Önnur skýrsla var unnin í tengslum við endurskoðun aðalskipulags
Hrunamannahrepps, en það var Fornleifastofnun Íslands sem sá um skráninguna og birti í skýrslu
FS593‐15231 frá 2016, sem Kristborg Þórsdóttir og Stefán Ólafsson unnu. Af þessum skýrslum er
ljóst að helstu fornleifar innan reitsins eru bæjarhóll norðaustan við íbúðarhúsið Gröf, kirkja og
kirkjugarður þar sem fjósið stendur núna, útihús nyrst í túninu norðan við Laxárhlíð og hverinn
Grafarhver við árbakkann suður af gróðurhúsunum. Einnig eru heimildir um kálgarða og mógrafir.
Í skýrslunum kemur fram að flestar séu þessar minjar horfnar af yfirborði, þ.e. ekki sýnilegar með
berum augum lengur. Sökum langrar sögu bæjarins Grafar, bæði sem kirkju‐ og þingstaðar, er
líklegt að margvíslegar mannvistaleifar komi fram við byggingarframkvæmdir og ber að hafa
samband við Minjastofnun varðandi þá þætti.

mynd 3. Helstu fornleifar innan deiliskipulagsreitsins

Náttúrufar og nærliggjandi svæði.
Skipulagssvæðið er innan þéttbýlisins á Flúðum og afmarkast af Litlu‐Laxá, sem bugðast í
skeifulaga formi suður af Hvammsvegi. Reiturinn liggur nokkuð neðar en aðliggjandi land og
þannig rís hár bakki sunnan við Litlu‐Laxá og hindrar sjónræn tengsl við miðbæ Flúða. Sömuleiðis
mynda ásarnir norðan við reitinn skýra sjónræna afmörkun til norðurs. Það að land liggi þarna
töluvert lægra veldur því að frost getur orðið meira á veturna en á nálægum stöðum en
sömuleiðis er þarna einnig mjög skýlt og hiti getur því orðið mikill á sumrin.

Tún eru ennþá í rækt og eru slegin reglulega þó búskapur sé ekki lengur stundaður. Varnargarður
var reistur á sínum tíma meðfram árbakkanum norðarlega á reitnum, til þess að varna ánni að
flæða inná túnin. Grunnvatnsstaða er nokkuð há. Móbergsklöpp gengur þvert gegnum reitinn frá
suðri til norðurs og má greina hana sem flúð í ánni.

Aðgengi að reitnum er frá Hvammsvegi að Skeiða‐ og Hrunamannavegi og þaðan yfir brúna að
miðbæjarsvæðinu. Nýbúið er að endurbyggja Hvammsveg og liggur hann nú aðeins nær
árbakkanum í norðurenda reitsins. Umferð um Hvammsveg hefur aukist talsvert á undanförnum
árum með tilkomu opnunar Hvammslaugar og má segja að hún sé að verða helsti viðkomustaður
ferðamanna í Hrunamannahreppi.
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
6

Nokkrir þekktir jarðhitastaðir eru á reitnum. Þekktastir eru hverirnir Fúll og Grafarhver en aðrir
hverir eru úti í ánni og meðfram árbakkanum.

Í tengslum við áðurnefndar hugmyndir um heilsuþorp, var unnin skýrsla á vegum
Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2011 sem nefndist „Heilsuþorp á Flúðum: Náttúrufarˮ og er
Sigurður H. Magnússon höfundur þeirrar skýrslu. Þar var lagt gróft mat á verndargildi svæðisins
útfrá gróðri, fuglalífi og jarðmyndunum. Þar kemur fram að svæðið sé að miklu leyti raskað af
mannavöldum, þ.e. vegna túnræktar, en helst séu það árbakkarnir sem hafi gildi vegna
tegundaauðgi plantna og fugla.
2

Núverandi mannvirki
Innan reitsins eru nokkur hús, þar af tvö íbúðarhús; Gröf 1 og Laxárhlíð, sem er nýbýli úr Gröf.
Íbúðarhúsið í Gröf var byggt 1964 og íbúðarhúsið í Laxárhlíð var byggt 1976. Áform eru um
rekstur gistihúss (ferðaþjónustu) í Gröf 1 og má gera ráð fyrir að aðkoma að húsinu færist frá
Hvammsvegi og austur eða suður fyrir húsið.

mynd 4 og 5. Gröf 1 og Laxárhlíð

Fjósið og hlaðan eða „Gamla fjósiðˮ er byggt í nokkrum áföngum. Fjósið og hlaðan hýsa í dag
minjasafn Emils Ásgeirssonar fyrrum bónda í Gröf, en ástand bygginganna er bágborið og
þarfnast þær viðhalds. Fjögur gróðurhús og vélaskemma eru uppistandandi austast á reitnum og
þar er einnig gamalt pakkhús sem nú er nýtt sem íbúðarhús. Gróðurhúsin eru ekki í rekstri en
hafa verið notuð sem geymsla fyrir hina og þessa sem eftir því hafa leitað. Í deiliskipulagsvinnunni
verður það skoðað nánar hvort þessi hús geti gegnt einhverju hlutverki í framtíðinni eða hvort
þau þurfi að víkja fyrir nýrri byggð.

mynd 6 og 7. Gamla fjósið og gróðurhúsin

2
Sigurður H. Magnússon: Heilsuþorp á Flúðum: Náttúrufar. Garðabær, 2011.
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
7
1.4 Helstu viðfangsefni og meginmarkmið
Markmiðið er að hefja uppbyggingu á reitnum skv. aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir landnotkun í
samræmi við miðsvæði. Það felur í sér að þar má gera ráð fyrir margþættri starfsemi auk
íbúðarsvæðis. Sú starfsemi sem helst er horft til er söfn, verslun, ferðaþjónusta, lítil verkstæði
eða gallerí. Auk þess er lögð áhersla á fallegt umhverfi og fjölbreytt útivistarsvæði með góðum
göngutengingum.

Núverandi aðkoma mun haldast nær óbreytt frá Hvammsvegi þó aðalgatan verði sveigð með
þeim hætti að hún verði hornrétt á Hvammsveg og auki þannig öryggi vegfarenda. Lögð er
sérstök áhersla á göngu‐ og reiðstíga og tengsl þeirra við útivist og afþreyingu.

Við skipulag íbúðarbyggðar er lögð áhersla á þéttleika og samspil atvinnutækifæra og búsetu.
Skilmálar íbúðarbyggðar þurfa að vera þannig að ekki sé niðurnjörvuð stærð húsa eða fjöldi
íbúða, heldur bjóði skipulagið upp á einhvern sveigjanleika hvað þetta varðar. Á sama tíma er
lögð áhersla á að byggðin hafi yfir sér heildrænt yfirbragð, jafnvel þó margir mismunandi
byggingaraðilar komi að uppbyggingunni yfir lengra tímabil. Þó nokkur eftirspurn er eftir litlum
íbúðum í leiguhúsnæði og er ætlunin að bjóða upp á íbúðir í mörgum mismunandi stærðum.
Einnig verði möguleiki á að hafa rekstur á neðri hæðum eða hluta bygginga við ákveðnar götur.

Hugmyndir eru uppi um uppbyggingu safna innan svæðisins. Annars vegar í Gamla fjósinu, eins
og áður sagði, en það safn er ekki opið almenningi eins og er en uppi eru hugmyndir um að gera
þessu safni hærra undir höfði og opna það fyrir almenningi. Einnig eru uppi hugmyndir um safna‐,
leiklistar‐ og veitingastarfsemi í núverandi gróðurhúsum en þær eru enn á frumstigi.

Gert er ráð fyrir um 40‐50 íbúðum innan svæðisins á stærðarbilinu 50‐170m². Hús verða á 1‐2
hæðum og lóðir fremur litlar. Opnað verður á möguleika á ýmiskonar starfsemi í hluta húsanna,
s.s. veitingarekstur, smáverslun, gallerí ofl., sérstaklega við aðkomugötuna.

Við útfærslu deiliskipulagsins skal hafa eftirfarandi áherslur að leiðarljósi:
 Sjálfbærni
 Verndun árbakkans
 Útivistargildi
 Nálægð við hvera‐ og jarðhita

Í deiliskipulaginu verður gerð grein fyrir stígum meðfram ánni og tengingu þeirra við núv. stíganet
innan þéttbýlisins, en gert er ráð fyrir reiðstíg meðfram ánni sem tengist reiðstígakerfi
sveitarfélagsins.

1.5 Gagnaöflun og greining forsendna
Fyrir liggur fornleifaskráning, skráning náttúrufars og hæðarmæling á landi en áfram verður
haldið með gagnaöflun varðandi lagnir og byggingarhæfi, m.a. skoðað hvernig frárennslismál
verða leyst innan reitsins og reynt að kanna umfang fornminja. Einnig verður haft samráð við
minjavörð Suðurlands með það í huga að meta áhrif skipulagsins á fornleifar innan reitsins.
Áform um hugsanlega safnastarfsemi verða könnuð betur og mögulega verður gerð þarfagreining
í tengslum við þau.

1.6 Umhverfismat skv. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga
Helstu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda er á fornleifar sem kunna að finnast innan reitsins. Svæðið
meðfram árbakkanum raskast að einhverju leyti af stígagerð en ekki er gert ráð fyrir
Hrunamannahreppur Landform ehf
Gröf Skipulagslýsing
8
byggingarframkvæmdum þar. Í greinargerð með deiliskipulaginu verður lagt mat á áhrif
fyrirhugaðra framkvæmda á umhverfið, bæði ásýnd og náttúrufar.

1.7 Skipulagsferlið, umsagnaraðilar, kynning og samráð
Eins og segir í inngangi er gerð lýsingar deiliskipulags unnin skv. 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
Lýsingin var kynnt á opnum íbúafundi þann 17. maí 2016 og hlaut hún almennt góðar og
jákvæðar undirtektir um 35 íbúa sem voru á fundinum. Lýsingin verður einnig kynnt á heimasíðu
sveitarfélagsins.

Í framhaldi var haft samráð við Minjavörð Suðurlands og þann 31. maí var farin vettvangsferð
með honum um svæðið og m.a. rætt við íbúa á svæðinu
3
um minjar og þekkta staði frá því að
þarna var öflug ylræktarstarfsemi á árunum 1960‐85. Einnig var minjasafnið í Gröf skoðað, merkt
safn sem Emils Guðjónssonar bónda í Gröf, safn sem Guðjón Emilsson og Sigríður
Guðmundsdóttir halda utanum í dag. Einnig var haft samráð við Árna Hjaltason eiganda Grafar
o.fl. aðila sem sýnt hafa svæðinu áhuga. Á undirbúningsstigi hefur því verið haft samráð við ýmsa
aðila sem áhuga og beinna hagsmuna hafa að gæta innan reitsins.

Í framahaldinu verður kallað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og leitað formlegs samráðs við
Minjastofnun og Umhverfisstofnun.

Þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir síðsumars eða snemma hausts 2016 mun hún verða
auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga auk þess sem hún verður kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lausleg tímaáætlun skipulagsferlisins*
apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des
Lýsing á skipulagsáætlun og
umsagnarferli

Tillaga að deiliskipulagi
Kynning á deiliskipulagstillögu á
íbúafundi

Tillaga fullunnin og afgreiðsla
skipulagstillögu til auglýsingar

Auglýsing og gildistaka

* Tímaáætlun er birt með fyrirvara um ýmsa óvissuþætti, s.s. viðbrögð umsagnaraðila ofl.
3
Sigríður Guðmundsdóttir í Laxárhlíð.