Auglýsing um skipulagsmál

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Breytingin nær til svæðis við fossinn Faxa, milli þjóðvegar og ár, og felst í að landnotkun hluta svæðisins verði verslun – og þjónusta í stað frístundabyggðarsvæðis. Ástæður breytingarinnar er að landeigendur hafa í huga að koma upp húsnæði fyrir veitingasölu.

 

  1. 3.Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Efsta-Dals 1 í Bláskógabyggð.

Fyrirhugað er að skilgreina tvö ný svæði fyrir frístundabyggð, annarsvegar um 3 ha svæði vestan við Skútagil og hinsvegar um 7,5 ha svæði vestan við Hlauptungufoss í Brúará. Svæðið vestan Skútagils er að hluta innan hverfisverndarsvæðis Kóngsvegar og svæðið vestan Hlauptungufoss er að hluta innan svæðis á Náttúruminjaskrá.

 

 

Ofangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ og á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga þ.e. www.hrunamannahreppur.is og www.blaskogabyggd.is. Kynningartími er frá 23. til 29. febrúar 2012. Athugasemdir og ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu fyrir lok dags. 29. febrúar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps