Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu – lengdur opnunartími

evaadmin Nýjar fréttir

 

Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 09:00 – 15:00 og sjá sérstökum kjörstjórum á áður auglýstum opnunartíma.

 

Síðustu daga fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir:

 

Selfoss, Hörðuvellir 1:

 • 3. – 6. maí kl. 09:00 – 16:00.
 • Laugardagurinn 7. maí  kl. 10:00 – 12:00.
 • 9. – 11. maí kl. 09:00 – 16:00.
 • 12. – 13. maí 09:00 – 18:00.
 • Kjördagur, 14. maí  opið kl. 10:00 – 12:00. Vaktsími 458 2840 opinn 12:00 – 17:00.

 

Hvolsvöllur, Austurvegur 6:

 • 9. – 11. maí kl. 09:00 – 16:00.
 • 12. -13. maí kl. 09:00 – 18:00.
 • Kjördagur, laugardagurinn 14. maí, vaktsími 458 2820 opinn milli kl. 10:00 – 17:00.

 

Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1:

 • 9. – 13. maí kl. 09:00 – 16:00.
 • Kjördagur, laugardagurinn 14. maí, vaktsími  458 2850 opinn milli kl. 10:00 – 17:00.

 

Höfn í Hornafirði, Hafnarbraut 36

 • 9. – 13. maí  kl. 09:00 – 16:00.
 • Kjördagur, laugardagurinn 14. maí, vaktsími 862 7095, opinn milli kl. 10:00 – 17:00.

 

Kjósandi ber ábyrgð á atkvæði

Vakin er athygli á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. laga um kosningar nr. 112/2021. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst og greiða almennt póstburðargjald undir sendinguna.

 

Athygli kjósenda er vakin á því að frá og með 1. maí 2022 mun Pósturinn dreifa bréfum tvisvar í viku um allt land.

 

Kosning á sjúkrastofnunum

Sjá auglýsingu á www.syslumenn.is

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi

Þeir sem eiga ekki heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi til embættisins, fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 12. maí n.k. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is og skal sent á netfangið sudurland@syslumenn.is eða afhent á skrifstofu.

 

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is

 

 

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki.

 

 

Sýslumaðurinn á Suðurlandi