Sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, auglýsing

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Starf sveitarstjóra í Hrunamannahreppi er laust til umsóknar. Hrunamannahreppur er kröftugt, 800 manna sveitarfélag þar sem miklir möguleikar bjóðast á fjölmörgum sviðum. Í hreppnum er fjölbreytilegt mannlíf, öflugt félagsstarf og gott þjónustustig. Um helmingur íbúa býr í  þéttbýliskjarnanum á Flúðum  en þar er m.a. að finna 180 barna grunnskóla, nýjan leikskóla, íþróttahús, Félagsheimili og sundlaug.

Við auglýsum eftir duglegum og áhugasömum sveitarstjóra sem getur hafið störf sem fyrst.

Helstu kostir sveitarstjóra þurfa að vera:

  • Jákvæðni og færni í stjórnun og mannlegum samskiptum
  • Áhugi og reynsla af rekstri og stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Áhugi og reynsla í markaðs- og kynningarmálum

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Starfsstöð sveitarstjóra er á Flúðum.

Áhugasamir leggi inn skriflegar umsóknir fyrir  15. júní næstkomandi, merkt „Sveitarstjóri Hrunamannahrepps, c.o. Ragnar Magnússon, Akurgerði 6, 845 Flúðum“.

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps.