Bæjarfjall Hrunamannahrepps

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps barst fyrirspurn um hvort til væri bæjarfjall í Hrunamannahreppi en tilgangurinn var sá að búa til lista eða bók yfir öll bæjarfjöll landsins ásamt upplýsingum um gönguleiðir á þau.  Erindið var sent til umsagnar Ferða- og menningarnefndar sem leggur til að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall. Hreppsnefnd samþykkir að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall Hrunamannahrepps.