Batasetur Suðurlands

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

En einnig er unnið með valdeflingu þ.e. að fá völdin aftur í sínar hendur eftir að hafa þurft að láta þau af hendi í veikindum, bati er annað hugtak sem unnið er með þar sem rætt er að það megi ná bata af geðröskun, en hver gerir það á sinn hátt, oftast skilgreinir hver og einn sinn bata mismunandi og það getur verið með því að halda jafnvægi í daglegu lífi til þess að þurfa ekki lyf að staðaldri til að viðhalda þessu jafnvægi á meðan aðrir þurfa lyf til þess. Öll vinna fer fram á jafningjagrundvelli, þ.e. það er enginn sem er öðrum æðri og allir hafa jafnan rétt til að tjá sig um það sem þeir vilja. Allt sem fólk segir í Batasetrinu er undir trúnaði.

Batasetur er opið alla föstudaga frá 9:00-16:00 og er með aðstandendafundi annan hvern mánudag og verður sá fyrsti þann 12.október n.k. kl 20:00 allir sem telja sig eiga erindi í annan hvern þessara hópa, eða báða eru hjartanlega velkomnir. Við erum til húsa að Skólavöllum 1 á Selfossi (á horni Skólavalla og Bankavegar) Hafa má samband ef frekari upplýsinga er þörf á netfangið batasetrid@gmail.com og á facebooksíðu Batasetursins: https://www.facebook.com/Batasetur.

Hlakka til að sjá ykkur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Forstöðumaður Bataseturs Suðurlands og iðjuþjálfi.