Bjarkamót í Blaki

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Bjarkamótið í blaki

Föstudaginn 14. mars n.k. fer fram Bjarkamótið í blaki í íþróttahúsinu á Flúðum og byrjar kl. 20:00.

Mótið er hraðmót í minningu Matthíasar Bjarka Guðmundssonar blakara með meiru sem féll frá langt um aldur fram.

Á mótinu leiða saman hesta sína þrjú lið, Hrunamenn, Laugdælir og Gamlir jaxlar (Úrvalslið Torfa Rúnars Kristjánssonar).

Allir sem hafa áhuga á að horfa á miðaldra karlmenn spila blak og heiðra með því minningu Matthíasar Bjarka eru hvattir til að mæta.