Björgunarfélagið eignast hjartastuðtæki

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

bjorgunafel Mynd þessi sem tekin er af Sigurði Sigmundssyni þegar Kvenfélag Hrunamannahrepps afhenti Björgunarfélaginu Eyvindi í Hrunamannahreppi  hjartastuðtæki.  Tækið er mikið öryggistæki en íbúar sveitarfélagsins eru um 800 auk þess sem fjölmörg frístundahús eru í hreppnum. Kvenfélagið styrkti kaup á þessu tæki, með því að láta allan ágóða af veitingasölu á aðventuhátíð sem haldin var í desember s.l. Þá lögðu velunnar góðra málefna í sveitarfélaginu sem eiga frístundahús hér kr. 100.000 til styrktar þessu verkefni.  21. janúar voru liðin 10 ár frá sameiningu björgunarfélaganna Fannars og Snækolls en úr þeirri sameiningu varð til Björgunarsveitin Eyvindur en afhendingin fór einmitt fram þann dag. Á myndinni eru talið frá vinstri: Arnfríður Jóhannsdóttir, María Magnúsdóttir, Steingrímur Jónsson, Óskar Rafn Emilsson, Borgþór Vignisson, Ágúst Sigurðsson og Anna K. Ásmundsdóttir en hún er formaður kvenfélagsins. Bæði þessi félög björgunarfélagið og kvenfélagið eru virk og kröftug og skipta samfélagið okkar miklu máli.