Bókasafnsdagurinn 14.apríl

Sigmar Sigþórsson Á döfinni

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi heldur Bókasafnsdag, fimmtudaginn 14. apríl.
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar og fyrir framboð á bókum til yndislestrar og afþreyingu. Bókasöfn eru góður staður til að vera á. Bókasöfn eru heilsulind hugans.
Bókasöfn víðs vegar um landið bjóða upp á ýmislegt í tilefni dagsins.
Bókasafn Hrunamanna vonar að sem flestir leggi leið sína á bókasafnið í tilefni dagsins.
Heitt á könnunni og ýmislegt fleira í boði. Sjá nánar hér.

Verið hjartanlega velkomin.
Bókasafn Hrunamanna
Félagsheimili Hrunamanna
845-Flúðir
Sími 486 6708