Bóndadagurinn

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

bondadagur 

Bóndadagurinn er í dag. Það er mikill uppskerutími blómaframleiðenda. Á myndinni sem Sigurður Sigmudsson blaðamaður tók er Emil Gunnlaugsson en hann er sá blómaframleiðandi sem lengst hefur starfað á Íslandi sem blómaræktandi. Fyrirtæki hans heitir Land og synir og er starfrækt á Flúðum. Hann hóf blómaræktun árið 1956 og er einn af landnámsmönnunum á Flúðum. Synir Emils sem starfa með honum og eru meðeigendur í fyrirtækinu eru þeir Magnús og Rafn. Þessar fallegur rósir eiga sjálfsagt eftir að gleðja einhvern karlinn í tilefni bóndadagsins.