Breyting á gjaldskrá leikskólans Undralands

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Á síðasta fundi hreppsnefndar var staðfest ákvörðun fræðslunefndar um gjald sem rukkað verður ef börn eru sótt of seint úr leikskólanum.
Hér er bókun hreppsnefndar vegna málsins:

1.    Fræðslunefnd. 4. fundur vegna Leikskólans Undralands frá 26. janúar s.l. Fræðslunefndarmenn kynntu 4. fund fræðslunefndar vegna leikskólans. Þar er m.a. fjallað um skýrslu leikskólastjóra, starfsmannamál, rekstrarniðurstöðu 2010, erindisbréf, undanþágubeiðnir vegna vistunar yngri barna, gjaldtöku vegna barna sem sótt eru og seint í leikskólann, sameiginlegt foreldraráð og næringarúttekt á matseðlum.  Hreppsnefnd samþykkir að innheimt verði sérstakt gjald fyrir hverjar 15 mínútur sem barn er sótt of seint sem byrjar að líða 10 mínútum eftir lok vistunartíma.  Gjaldið verði kr. 500 fyrir hvert korter og breytingin taki gildi frá og með 14. febrúar nk.   Að öðru leyti samþykkir hreppsnefnd fundargerðina.