Bruni í gróðurhúsi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

melar2

Í nótt var bruni í einu gróðurhúsinu á Melum.Hér var um uppeldisstöð að ræða fyrir græðlinga af tómataplöntum. Uppruna brunans má rekja til ljósalampa sem notaður er við ræktunina.

Slökkvilið Flúða brást skjótt við og lagði lokahönd á slökkvistarfið en áður höfðu eigendur og starfsmenn stöðvarinnar kappkostað að slökkva eldinn. Á þessu stigi er ekki ljóst hve mikill skaðinn er.