Brúnu tunnunni seinkar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Ágætu sveitungar!

Vegna tafa á útgáfu flokkunarbæklings fer brúna tunnan ekki í dreifingu fyrr en eftir helgi.

Allir eru samt hvattir til að safna saman lífrænum úrgangi, ef hægt er og nota til þess maíspoka. Þeim er svo hægt að henda beint í þá brúnu, þegar hún birtist.

Við biðjumst afsökunar á töfinni sem orðin er og vonum að vel gangi að flokka.