Byggð á Bríkum skrifar undir samstarfssamning við Hrunamannahrepp

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Á föstudaginn kemur, þann 2. október,  verður skrifað undir samstarfssamning milli Hrunamannahrepps annars vegar og Byggðar á Bríkum ehf. hins vegar um uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Sunnuhlíðar á Flúðum í anddyri Félagsheimilis Hrunamanna kl. 16.00.  Gert er ráð fyrir að áfangaskipta svæðinu  í fyrsta áfanga er fyrirhugað að reisa alls 30 íbúðir á 25 lóðum. Þegar svæðið verður fullnýtt verða á svæðinu um 90 byggingar og 130 íbúðir. Eigendur Byggðar á Bríkum eru bræðurnir Guðmundur og Árni Hjaltasynir frá Galtafelli og Páll Guðmundsson frá Sunnuhlíð. Hér er um spennandi framtíðarverkefni að ræða og hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning þessa verkefnis.