Byggingalóðir á Flúðum – lausar til umsóknar

evaadmin Nýjar fréttir

 

Hrunamannahreppur auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar.  Lóðirnar eru allar byggingahæfar nú þegar:

  Stærð lóðar Nýtingarhl. Magn m2
Túngata 7 706 0,4 282
Túngata 9 813 0,4 325
 
Ljónastígur 7 2.451 0,4 980
Ljónastígur 9 2.684 0,4 1.073
 
Högnastígur 7 1.044 0,4 417
Högnastígur 9 1.242 0,4 496
Högnastígur 16 802 0,4 320
 
Birkihlíð 6 566 0,5 283
Birkihlíð 8-10 825 0,4 330
Birkihlíð 12-14-16 1250 0,6 750

 

Lóðunum er úthlutað skv. úthlutunarreglum fyrir Flúðir sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.fludir.is.

Umsóknareyðublöð fyrir byggingarlóðir á Flúðum er hægt að fá á skrifstofu Hrunamannahrepps eða á heimasíðu sveitarfélagsins.

Öllum umsóknum skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins að Akurgerði 6, 845 Flúðum. Næsta úthlutun mun fara fram á fundi sveitarstjórnar þann 1. september 2022 og skulu lóðaumsóknir berast í síðasta lagi föstudaginn  26. ágúst 2022.

Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-6600 eða í netfang hruni@fludir.is

Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri