Byggingarlóð laus til umsóknar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Sveitarfélagið Hrunamannahreppur auglýsir til úthlutunar eftirtalda lóð á Flúðum

 Laus íbúðarlóð (raðhúsalóð)

Smiðjustígur 13a, 3ja íbúða raðhús.

Lóðinni er úthlutað skv. úthlutunarreglum fyrir Flúðir sem er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins fludir.is.

Umsóknareyðublöð fyrir byggingarlóðir á Flúðum er hægt að fá á skrifstofu Hrunamannahrepps eða heimasíðu sveitarfélagsins.

Öllum umsóknum skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins að Akurgerði 6, 845 Flúðum fyrir 7. október n.k.

 

Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-6600 eða í netfang hruni@fludir.is.