Dagskrá 17. júní 2021

evaadmin Nýjar fréttir

Formleg dagskrá hefst með skrúðgöngu sem leggur af stað í Lækjargarðinum á Flúðum kl 13:30.

Að henni lokinni hefjast hátíðarhöld í Lækjargarðinum.

 • Fjallkonan flytur ljóð
 • Séra Óskar Óskarsson flytur hugvekju
 • Óskar Óskarson flytur hátíðarræðu
 • Umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps verða veitt
 • Tilkynnt um val á Íþróttamanni ársins

 

Að formlegri dagskrá lokinni verður ýmislegt í boði fyrir gesti:

 • 17. júní hlaupið verður á fótboltavellinum strax að lokinni dagskrá
 • Teygjuhopp
 • Teymt undir börnunum
 • Secret local verða í sundlauginni með kajakafjör
 • Candyfloss og fleira
 • Körfuknattleiksdeildin verður með varning til sölu

 

Einnig er gaman að nefna:

 • Ærslabelgur á sínum stað
 • Strandblak
 • Frisbígolf, munið eftir diskum
 • Hjólum saman Maríuhring
  Hefst kl 12:00 Við ætlum að hjóla saman Maríuhringinn í tilefni af 17. júní. Förum rólega en þó fyrst og fremst hver á sínum hraða. Byrjum við Tjaldmiðstöðina og endum þar líka. Tökum hringinn rangsælis – förum fyrst í gegnum byggðina og svo inn að Hruna. Hér er leiðin á Strava https://www.strava.com/activities/5430831212 Þetta eru skemmtilegir 13 km og við gerum ráð fyrir að allir séu komnir í gegn 13.30.