Einstök maskína

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Guðmundur Magnússon á FlúðumLjósmynd: MHH

Guðmundur Magnússon trésmíðameistari á Flúðum hefur flutt inn einstaka vél sem sagar niður trjávið. Trjáviðurinn verður síðan að litlum skífum sem nýttar verða sem klæðning utan á hús. Þetta er einstakt framtak hjá Guðmundi því íslenskur viður sem til fellur við grisjun er alveg upplagt að nýta sem klæðningaefni. Verkefnið gleður margan manninn ekki síst ritstjóra Pésans sem átti þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi árið 2003 sem fjallar einmitt um nýtingu innlends trjáviðar. Tillagan varð til í Límtrésverksmiðjunni á Flúðum þar sem verið var að smíða brú úr íslensku lerki. Guðmundur Magnússon var einmitt einn af frumkvöðlunum  varðandi límtrésverksmiðjuna þannig að hann er enn að enda ungur í anda og hugmyndaríkur.