Endurbygging á Hrunaréttum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nú er komið að því að hefja endurbyggingu á Hrunaréttum.

Laugardaginn 28. ágúst kl. 13.00 ætlum við að koma upp miðjusteininum í almenningnum. Allir eru velkomnir.

Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna sér um uppbyggingu réttanna en Hrunamannahreppur hefur heitið ákveðinni fjárhæð til verksins svo og Sauðfjárræktarfélagið. Fjárbændur hafa lofað sjálfboðavinnu við verkið og Búnaðarfélag Hrunamanna hefur tekið vel í samstarf. Ólafur og Ásta í Hrepphólum gefa allt stuðlabergið í almenninginn.

Þeir sem vilja styrkja uppbyggingu Hrunarétta með fjárframlagi geta lagt inn á reikning Sauðfjárræktarfélagsins 0325-13-300859.  kt. 650505-0850.

Í stórn og varastjórn Sauðfjárræktarfélagsins eru:

Magnús H. Loftsson Haukholtum formaður sími 6905969

Benedikt Ólafsson Auðsholti 1 gjaldkeri s. 8611907

Esther Guðjónsdóttir Sólheimum ritari s. 8658761

Ólafur Stefánsson Hrepphólum til vara s. 8464240

Páll Jóhannsson Núpstúni til vara s. 8935622

Allir þessir aðilar munu starfa saman við skipulag og framkvæmd uppbyggingarinnar og kalla til sín fólk og fagaðila eftir þörfum. Þorsteinn Loftsson verður yfirsmiður.  Allir eru velkomnir að starfa með okkur, innansveitar sem utan og er öll aðstoð vel þegin. Fyrsta verk eftir réttir er að grafa hring fyrir stuðlabergið í almenningnum. Óskum við eftir gröfum og tækjum til að keyra möl.

Við munum auglýsa vinnudaga á heimasíðu hreppsins, í Pésanum, á Facebook og með tölvupósti en strax efir réttir ætlum við að hefjast handa við almenninginn sjálfann. Þeir sem vilja komast á tölvupóstlista sendið póst á estherg@centrum.is

Stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna.

Mynd af réttum