Endurskoðun aðalskipulags Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

 Fyrsta skref endurskoðunar er vinna að og kynna lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum vinnunnar og áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti lýsinguna 8. janúar 2014 og verður hún auglýst formlega til kynningar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fimmtudaginn 15. janúar, með fresti til að koma með athugasemdir og ábendingar til 12. febrúar.

Skipulagsgögn verða aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins, Akurgerði 6 á Flúðum, og á skrifstofu skipulagsfulltrúa Dalbraut 12 á Laugarvatni. Þá verður hægt að nálgast gögnin á rafrænu formi á heimasíðu sveitarfélagsins www.fludir.is og heimasíðu skipulagsfulltrúa www.sbf.is.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða með því að senda tölvupóst á  netfangið petur@skipulag.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir og ábendingar beint til skipulagsráðgjafans; gisli@steinsholtsf.is

Gert er ráð fyrir að haldinn verði kynningarfundur um aðalskipulagsvinnuna um mánaðarmótin febrúar/mars.