Ljósmynd: mbl.is/Guðmundur Rúnar Kristjánsson
Hrunamannahreppur hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda veðursæld mikil. Hér má finna ýmislegt sér til afþreyingar. Má þar meðal annars nefna tvær sundlaugar, 18 holu golfvöll, sparkvöll, frisbívöll, fótboltagolfvöll, ærslabelg í Lækjargarðinun, körfuboltavelli, hestaleigu svo fátt eitt sé nefnt. Yfir sumarmánuðina fjölgar gestum sveitarfélagsins svo um munar.
Í krækjulistanum hér vinstra megin á síðunni má finna ýmsar upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er hér í Hrunamannahreppi ásamt ýmsu áhugaverðu í nágrannasveitarfélögunum.