Fjalla-Eyvindur sýning í Félagsheimilinu

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Fjalla-Eyvindur er nýjasta leikrit Kómedíuleikhússins og var frumsýnt í lok síðasta árs. Leikurinn hefur fengið afar góðar viðtökur enda er hér um að ræða sögulega sýningu um mikinn kappa. Fjalla-Eyvindur var í útlegð í ein fjörtíu ár á hinni myrku og erfiðu átjándu öld. Hann fór víða m.a. til Vestfjarða þar sem hann kynntist lífsförunauti sínum henni Höllu frá Jökulfjörðum. Slík var ástin að hún fór með honum í útlegðina og voru þau á flakki um landið í tvo áratugi. Þó um háalvarlega sögu sé að ræða þá er leikritið Fjalla-Eyvindur létt og skemmtilegt stykki. Jafnvelogil bara gamanleikur. Enda er nú gamanleikurinn jafnan sterkasta vopnið í harmleiknum.

 Verkið verður nú sýnt í heimabyggð en Eyvindur er fæddur að Hlíð í Hrunamannahreppi.

Sýningin verður í Félagsheimili Hrunamanna sunnudaginn 16. Mars kl 14.

Miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn að 16 ára aldri.
Miðar verða seldir við innganginn
.

 

Hlökkum til að sjá ykkur Ferða- og menningarmálanefnd Hrunamannahrepps.