Fjallferðir og réttir 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunaréttir hefjast klukkan 10:00 föstudaginn 14. september.

Fyrra safn leggur af stað laugardaginn 8. september og eftirsafnið leggur af stað 10-14 dögum eftir réttir og er Þorsteinn Loftsson kóngur í eftirsafni.

Einhverjar tafir verða á umferð á vegum frá Tungufelli að Hrunaréttum fimmtudaginn 13. september eftir hádegi.

Föstudaginn 14. september, Réttardaginn verða tafir á umferð frá Hrunaréttum milli klukkan 12:00 til 16:00, þegar féð verður rekið heim á bæi.

Heiðarsmalamennskur verða laugardaginn 22. september.

Óheimilt er að setja fé í Launfitagirðinguna eftir 14. september. Hross eru ekki leyfð í dilkum í réttunum, þau hross sem koma á fimmtudagskvöldi eru geymd í Launfit og á réttardaginn verður búið að setja upp girðingu fyrir hross sem koma þann dag. Lausaganga hunda er ekki leyft í réttunum á réttardaginn.

Við óskum fjallmönnum öllum góðrar ferðar. Vonum að sveitungar og aðrir gestir eigi gleðilegan réttardag.