Fjölmennt Halldórsmót í Flúðaskóla

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

halldrsmti  skk 028l

Í gær var haldið mjög fjölmennt skákmót í Flúðaskóla þar sem 92 þátttakendur tóku þátt í svokölluðu Halldórsmóti í skák. En Halldór heitinn Gestsson var afar vinsæll húsvörður í skólanum og  kenndi m.a. ungmennum að tefla. Mikill keppsandi ríkti á mótinu og stóðu hinir ungu skákmenn sig með miklum ágætum. Þetta er annað árið sem slíkt skákmót fer fram í skólanum. Fjórir bestu skákmenn skólans vinna sér rétt til þess að taka þátt í kjördæmamóti skákmanna á Suðurlandi.  Á heimasíðu Flúðaskóla má sjá enn frekari upplýsingar um mótið. Þetta er annað árið sem slíkt mót er haldið í skólanum. Skoða fleiri myndir