Það var glatt á hjalla á þorrabóti sem Kvenfélag Hrunamannahrepps hélt um síðustu helgi. Hér má sjá nokkrar myndir frá blótinu þar sem fólk skemmti sér hið besta. Ekki var annað að sjá en útlendingar sem hér búa skemmtu sér ekki síður en heimamenn og nutu allir rammíslensks matar.