Fjör á Flúðum um Verslunarmannahelgina

evaadmin Nýjar fréttir

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin ,,Flúðir um Versló 2022″ fer fram um Verslunarmannahelgina á Flúðum í Hrunamannahreppi. Dagskráin er með glæsilegra móti og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Gestir eru hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum og njóta um leið fallegrar náttúru og þeirrar fjölbreyttu þjónustu og afþreyingar sem í boði er á Flúðum og í nágrenni.

Helstu dagskrárliðir eru:

Föstudagurinn 29. júlí:

– Kastalar og leiktæki opna við Félagsheimilið í miðbænum kl.  18:00
– Pub-Quiz á Sæsabar, Sneiðinni,  kl. 17:00
– Pétur Jóhann Sigfússon heldur uppi fjöri í Félagsheimilinu kl.  20:30
– Dansleikur með Babies Flokknum  Félagsheimilinu kl. 23:00-02:00

Laugardagurinn 30. júlí:

– Kastalar og leiktæki opna við Félagsheimilið í miðbænum kl. 11:00
– Barna- og fjölskylduskemmtun utandyra við Félagsheimilið kl. 12:00
BMX Brós, Fríða Hansen ásamt Stefáni Þorleifs, markaðir, söluvagnar og margt fleira

– Traktoratorfæra, landsfræga og sívinsæla, í Torfdal  kl. 15:00
– SláttutraktoraTryllingur í  Torfdal – nýtt og spennandi fjör kl. 17:00

– Skemmtikvöld í Félagsheimilinu kl. 20:30

– Dansleikur með Stuðlabandinu í Félagsheimilinu kl.  23:00-02:00

Sunnudagurinn 31. júlí:

– Kastalar og leiktæki opna við Félagsheimilið í miðbænum kl. 11:00
– Furðubátakeppni á Litlu-Laxá kl. 15:00

– Brenna & Brekkusöngur í Torfdal kl. 21:00

– Dansleikur með Jónsa og Unni Birnu ásamt hljómsveit í Félagsheimilinu kl.  23:00-02:00

Upplýsingar um miðasölu, staðsetningar bílastæða og annað er birt á facebook síðu hátíðarinnar „Flúðir um Versló“.

 

ATHUGIÐ!
Tjaldmiðstöðin Flúðum svarar fyrir allt sem snýr að tjaldsvæðinu. Beinið fyrirspurnum þangað ef það tengist tjaldsvæðinu.

Allir eru velkomnir á „Flúðir um Versló“ þar sem fjölskyldan skemmtir sér saman af virðingu og ábyrgð. Aldurstakmark á dansleiki er 18 ár. Aðrir viðburðir hafa ekkert aldurstakmark.