INFLÚENSUBÓLUSETNING 2022

evaadmin Nýjar fréttir

        Bólusetning  gegn inflúensunni hefst þann 19. september á Heilsugæslunni í Laugarási   Athugið að Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.   Frá 19. september til 7. október geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:   Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, …

MORGUNOPNUN Í SUNDLAUG OG TÆKJASAL

evaadmin Nýjar fréttir

MORGUNOPNUN! Sundlaugin verður opin á fimmtudagsmorgnum frá kl. 6:00 – 9:00 frá og með fimmtudeginum 22. september Margir hafa beđiđ eftir þessu lengi! Tækjasalurinn verđur einnig opinn einu sinni í viku á þriđjudagsmorgnum frà kl. 06:00 -09:00.

Tilkynning frá Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

evaadmin Nýjar fréttir

GRENNDARKYNNINGARGÖGN EINGÖNGU BIRT Í PÓSTHÓLFI Á ISLAND.IS Frá og með 1. september mun embættið hætta að senda út hefðbundnar bréfasendingar og birta afgreiðslubréf og grenndarkynningargögn eingöngu í pósthólfum einstaklinga og lögaðila á island.is. Afgreiðslubréfin eru send á pósthólf umsækjenda málanna en grenndarkynningargögn á þá aðila sem taldir eru eiga mögulegra hagsmuna að gæta við óverulegar skipulagsbreytingar eða byggingarframkvæmdir þar sem …

Skilaboð frá Fjallskilanefnd Hrunamannahrepps

evaadmin Nýjar fréttir

        Tafir vegna fjárrekstra í Hrunamannahreppi 2022. Fimmtudaginn 8.september og föstudaginn 9.september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Hrunamannahreppi vegna fjárrekstra.   Fimmtudagurinn 8.september Skeiða – og Hrunamannavegur F30 frá Tungufellsvegi F349 að Hrunaréttum frá kl 10:00 og fram eftir degi.   Föstudagurinn 9.september Hrunavegur F344 frá Hrunaréttum að Núpstúni frá kl 13:00 fram eftir …

„Þessum næringarefnum er synd að sóa“

evaadmin Nýjar fréttir

Seyrustaðir formlega opnaðir á Flúðum Ný móttökustöð fyrir seyru sem staðsett er á Flúðum, Hrunamannahreppi, var formlega opnuð á fimmtudaginn af Umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, Guðlaugi Þóri Þórðarsyni.  Með móttökustöðinni hefst nýr áfangi í verkefni sem hófst árið 2011 en það felst í tæmingu rótþróa í Uppsveitum Árnessýslu, Ásahreppi og í Flóa  og afsetningu seyrunnar til landgræðslu á Hrunamannaafrétti. Að …

Sigurður er algengasta nafnið í Hrunamannahrepp

evaadmin Nýjar fréttir

Þjóðskrá hefur nýverið tekið upp þá nýbreytni að birta á vef stofnunarinnar skýrslur er innihalda ýmsar tölulegar staðreyndir um sveitarfélög landsins.  Er afar fróðlegt og skemmtilegt að skoða þessar skýrslur en ný kemur um hver mánaðamót.  Á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst var nýjasta skýrslan um Hrunamannahrepp lögð fram til kynningar.  Sveitarstjórn fagnaði á fundinum sjálfvirkri skýrslugerð Þjóðskrár þar sem …