Uppbygging á hlývatnseldi á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf og Matís ohf. undirrituðu, fimmtudaginn 27. maí  viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi. Nýting á jarðhita og raforku skipta miklu fyrir atvinnulíf í Hrunamannahreppi. Hlývatnseldi byggir á nýtingu á volgu vatni …

Flokksstjóra vantar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  ATVINNA   Flokkstjóra vantar til að hafa umsjón með unglingavinnu í sumar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hrunamannahrepps sími 480 6600

Maí-Pési

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Maí-Pésinn kom út fyrir nokkrum dögum og er arfahress að vanda. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er: Tungumálafrömuður Skáksnillingar á Halldórsmóti Múrbúðin Ferðamenn og farfuglar Ásatúns vatnsveitan Skólaakstur Og fleira og fleira… Skoða Pésann

Tjaldsvæðin undirbúin fyrir sumarið

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Eigendur TROGS ehf. undirbúa nú hin nýju tjaldsvæði á Flúðum. Reist hefur verið nýtt þjónustuhús með salernum, hreinlætisaðstöðu o.fl. auk þess sem tjaldsvæðið hefur verið stækkað. Vorið er á næsta leiti og ferðamenn þegar farnir að streyma í Hrunamannaheppinn.

Múrbúðin opnuð á Flúðum

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Múrbúðin hefur opnað verslun á Flúðum. Þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar sem tengjast byggingum, heimilishaldi og ýmiskonar varningi sem gott er að hafa í sumarhúsum o.fl. Einnig er hægt að kaupa hannyrðavöru, garn, málningu bæði til listsköpunar og einnig hefðbundna málningu. Síminn í Múrbúðinni er 486-1866. Það eru hjónin Jóhann Unnar Guðmundsson og Hlíf Sigurðardóttir …

Fjölmennt Halldórsmót í Flúðaskóla

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í gær var haldið mjög fjölmennt skákmót í Flúðaskóla þar sem 92 þátttakendur tóku þátt í svokölluðu Halldórsmóti í skák. En Halldór heitinn Gestsson var afar vinsæll húsvörður í skólanum og  kenndi m.a. ungmennum að tefla. Mikill keppsandi ríkti á mótinu og stóðu hinir ungu skákmenn sig með miklum ágætum. Þetta er annað árið sem slíkt skákmót fer fram í …

Apríl – Pésinn hefur litið dagsins ljós

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Enn einn fæðingardagur Pésa er runninn upp. Nú er það apríl-Pési og mætir hann að vanda á svæðið fullur af fréttum, tilkynningum og aulýsingum. Ekki má gleyma skemmtilegum myndum sem teknar eru af ljósmyndaranum okkar honum Sigurði Sigurmundssyni. Hann er alltaf jafn duglegur að festa á filmu ýmsa atburði í lífi okkar og verða myndirnar hans ómetanlegar heimildir um lífð …

Landgræðsluáætlun

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Út er komin landgræðsluáætlun Hrunamannahrepps 2009-2013. Áætlunin er unnin af stjórn Landgræðslufélasins í samráði við Landbúnaðrnefnd Hrunamannahrepps. Áætlunin er byggð á landnýtingaráætlun fyrir Hrunamannaafrétt 2004-2008.   Það eru þau Siguður H. Magnússon, Svanhildur Hrönn Pétursdóttir og Þorsteinn Loftsson sem eru skrifuð fyrir verkinu. Þeir sem vilja skoða áætlunina geta nálgast hana hér: Landnýtingar- og landgræðsluáæltun Hrunamannahrepps.