Nýr og ferskur nómvember-Pési

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nýr og ferskur nóvember-Pési er kominn út. Að vanda er farið vítt og breitt yfir málefni hreppsins í Pésanum og eitthvað er farið að bera á því að ritstjórinn sé að komast í jólastuð þó jóla-Pési komi ekki út fyrr en í desember. Í Pésanum er meðal annars fjallað um sorpurðunarmál á Suðurlandi. Þessi umræða fer fyrir brjóstið á Pésa …

Stóra steypuvinnan

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Matthías Bjarki Guðmundsson frá Steinahlíð á Flúðum tók þessar skemmtilegu myndir þegar vinna við steypu fyrri hluta brúargólfs nýju Hvítárbrúarinnar fór fram sl. föstudag. Vaskur hópur manna, þar á meðal nokkrir Hrunamenn, sáu um að allt gengi eins og áætlað hafði verið og tók steypuvinnan rétt rúman sólarhring.      

Einstök maskína

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Ljósmynd: MHH Guðmundur Magnússon trésmíðameistari á Flúðum hefur flutt inn einstaka vél sem sagar niður trjávið. Trjáviðurinn verður síðan að litlum skífum sem nýttar verða sem klæðning utan á hús. Þetta er einstakt framtak hjá Guðmundi því íslenskur viður sem til fellur við grisjun er alveg upplagt að nýta sem klæðningaefni. Verkefnið gleður margan manninn ekki síst ritstjóra Pésans sem …

Markmiðið að steypa í dag

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í dag er stefnt á að steypa brúargólfið í nýju brúnni yfir Hvíta.  Sagt er að  1950 rúmmetrar af steypu fari í brúargólfið þannig að mikið verður um að vera í steypuvinnunni en magnið jafnast á við þrettán einbýlishús. Brúin verður 270 metrar að lengd og verður ein af lengstu brúm landsins og ein sú breiðasta.Áætlað er að opna brúna …

Afmæli Flúðaskóla

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Haldið var uppá afmæli Flúðaskóla með pompi og prakt sl. föstudag. Afmælið hófstkl. með hátíðardagskrá í Félagsheimilinu þar sem fram komu fyrrverandi og núverandi nemendur Flúðaskóla. Að því loknu var gestum boðið að skoða skólann þar sem til sýnis vor margvísleg verkefni nemenda. Guðný Arngrímsdóttir var á afmælishátíðinni og tók þessar skemmtilegu myndir. Hægt er að sjá fleiri myndir inná …

Flúðaskóli áttræður

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Flúðaskóli er 80 ára um þessar mundir, því verður blásið til afmælisfagnaðar föstudaginn 30. október. Afmælið hefst kl. 12:30 með hátíðardagskrá í Félagsheimilinu þar sem fram koma fyrrverandi og núverandi nemendur Flúðaskóla. Að því loknu verður gestum boðið að skoða skólann þar sem til sýnis verða margvísleg verkefni nemenda. Boðið verður uppá afmælisköku, kaffi og kakó. Afmælið stendur til kl. 15:00. Nemendur mæta …

Upplýsingar fyrir vef Hrunamannahrepps

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Eins og fram hefur komið hrundi vefurinn okkar sl. vor en síðan þá hefur staðið yfir vinna við að gera nýjan vef fyrir hreppinn. Markmiðið er að vefurinn verði upplýsingaveita fyrir íbúana, bæði hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins en veiti einnig upplýsingar um aðra starfsemi. Til að svo megi verða er æskilegt að sem flestir leggi hönd á plóginn. Þessa dagana …

Október – Pési að stálpast

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Nokkuð er síðan Október-Pésinn leit dagsins ljós en samt er vert að geta um það helsta sem fjallað er um í honum svo hann móðgist nú ekki blessaður. Pési er nefnilega fremur hégómlegur og vill að sín sé getið sem oftast og um sig fjallað. Sumir kalla þetta athyglissýki en Pési segir að hlutverk sitt sé að upplýsa fólk um …

Byggð á Bríkum skrifar undir samstarfssamning við Hrunamannahrepp

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Á föstudaginn kemur, þann 2. október,  verður skrifað undir samstarfssamning milli Hrunamannahrepps annars vegar og Byggðar á Bríkum ehf. hins vegar um uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Sunnuhlíðar á Flúðum í anddyri Félagsheimilis Hrunamanna kl. 16.00.  Gert er ráð fyrir að áfangaskipta svæðinu  í fyrsta áfanga er fyrirhugað að reisa alls 30 íbúðir á 25 lóðum. Þegar svæðið verður fullnýtt verða …

Uppskeruhátíðin tókst afar vel

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Uppskeruhátíðin í Hrunamannahreppi þótti takast með miklum ágætum. Hreppsnefnd Hrunamannahrepps þakkar öllu því góða fólki sem kom að undirbúningi undir stjórn ferðamálafulltrúans okkar, Ásbogar Arnþórsdóttur. En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er uppskeran enn í fullum gangi þessar myndir eru teknar hjá SR grænmeti á Flúðum og eru táknrænar fyrir mikla grósku í gaðyrkjunni á hinu sólríka sumri …