Skólaakstur í Norðurbæ

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Miðvikudaginn 15. September var oddvita Hrunamannahrepps, Ragnari Magnússyni afhent yfirlýsing vegna niðurfellingar á skólaakstri úr Norðurbænum. Um 70 íbúar hreppsins undirrituðu yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Flúðum, 13. september 2010. Yfirlýsing íbúa vegna skerðingar á öryggi barna í norðurhluta Flúðahverfis í Hrunamannahreppi. Við undirritaðir íbúar í norðurbæ á Flúðum mótmælum niðurfellingu á skólaakstri á Flúðum og að það skuli gert áður …

Vegaframkvæmdir

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Miklar vegaframkvæmdir hafa staðið yfir á Flúðum undanfarna daga. Ætlunin er að setja gangbrautir með 2ja metra eyjum á þjóðveginn þar sem umferð gangandi vegfarenda er mest og í gær, 15. september voru göngustígar malbikaðir. Það er malbikunarstöðin Hlaðbær/Colas sem vinnur verkið. Eins og sést á myndunum eru þessar framkvæmdir þarfar umbætur og til mikillar prýði.

Dagskrá Matarkistunnar á Flúðum 17. og 18. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð á Flúðum Föstudagur 17. septemberFélagsheimilið Flúðum. Tónleikar kl. 20:30-21:30. Þórunn Elín Pétursdóttir söngkona og Jón Bjarnason organisti. Íslenskar perlur, erlend sönglög og óperuaríur.Útlaginn kl. 22:00.  Unga blússveitin Stone Stones og landslið blúsara í Vinum Dóra munu slá saman í blústónleika, látið ykkur ekki vanta á þennan ótrúlega viðburð. Laugardagur 18. septemberÞakkargjörðarmessa í Hrunakirkju kl. 11:00.  Sr. Eríkur …

September Pésinn kominn út

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Í dag kom út september Pésinn og er alltaf jafn skemmtilegur. Meðal efnis í Pésanu að þessu sinni er: Leiksskólafréttir Minnisvarði og minningar skjöldur Uppskeruhátíð Myndlistarskóli uppsveita Tímatafla íþróttahús og margt fleira… Til að skoða Pésann klikkið hér: Pési

Minnisvarði og minningarskjöldur

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Sunnudaginn 22. ágúst var minnisvarði um Dr. Helga Pjeturss afhjúpaður í Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Einnig var minningarskjöldur um Dr. Helga afhjúpaður að Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Listamaðurinn sem gerði lágmyndir er Ívar Valgarðsson. Þær voru gerðar eftir ljósmynd Jóns Kaldal. Heimspekistofa Dr. Helga Pjeturss stóð fyrir framkvæmdunum. Helgi Pjeturss var fyrsti íslenski jarðfræðingurinn og varð doktor árið 1905. Fyrsta …

Hey flutningar

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Landgræðslufélag Hrunamanna fékk leyfi til að flytja hey inná afrétt til uppgræðslu. Slægjur fengust á Skyggni og bóndinn á bænum hann  Guðmundur sló grasið, Loftur og Ingvar á Sólheimum sneru heyinu og Ingvar rakaði öllu saman í múga. Þá tóku við Eiríkur á Grafarbakka sem rúllaði rúllunum  og Sigurður Ágústsson Birtingaholti sem baggaði stórböggunum Mikil og góð sjálfboðavinna sem skilar miklum árangri …

Opnun Miðgarðs

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Nýr stórglæsilegur útigarður var vígður við Hótel Flúðir föstudaginn 27. ágúst. Garðurinn er með stórum trépalli, heitum pottum og útibar og í kring trónir stórgrýti úr sveitinni, frá Þórarinsstöðum og stuðlaberg úr Hrepphólum. Mikið fjölmenni var viðstatt og skemmtu allir sér vel í afar fallegu veðri. Ljósm: SigSigm.

Steypuframkvæmdir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Steypuframkvæmdir verða á eystri hluta Hvítárbrúarinnar nk. miðvikudag og fimmtudag. Sú framkvæmd stendur frá kl. 6 á miðvikudagsmorgun og fram á fimmtudagskvöld. Stórir steypubílar verður því á ferðinni í gegnum þorpið.    

Stuðlabergsdrangur í Hrunaréttum

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Stuðlabergsdrangur var settur niður í Hrunaréttum í dag 28. 8 2010 sem er upphafið að byggingu nýrra rétta þar sem veggur almenningsins verður úr stuðlabergi frá Hrepphólum. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hefur yfirumsjón með uppbyggingu réttanna en í nánu samstarfi við Hrunamannahrepp sem fer með fjársýsluna við verkið. Magnús H. Loftsson Haukholtum er formaður félagsins, Esther Guðjónsdóttir á Sólheimum er ritari, Benedikt K. Ólafsson Auðsholti er gjaldkeri. Páll …

Hrunaréttir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Um Fjallskilamál í Hrunamannahreppi 2010 Á fundi Landbúnaðarnefndar þann 23. ágúst var raðað í leitir. Suðurleit fer að stað frá Kaldbak laugardaginn 4. september kl 12.00.  Norðurleit fer af stað föstudaginn 3. september. Fjallskilasjóður útvegar hey og verður með heitan kvöldmat fyrir allar leitir. Fjallkóngur í suðurleit er Steinar Halldórsson. Fjallkóngur í eftirsafni er Bjarni Valur Guðmundsson. Fjallmenn komi farangri …