Skilaboð frá Fjallskilanefnd Hrunamannahrepps

evaadmin Nýjar fréttir

        Tafir vegna fjárrekstra í Hrunamannahreppi 2022. Fimmtudaginn 8.september og föstudaginn 9.september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Hrunamannahreppi vegna fjárrekstra.   Fimmtudagurinn 8.september Skeiða – og Hrunamannavegur F30 frá Tungufellsvegi F349 að Hrunaréttum frá kl 10:00 og fram eftir degi.   Föstudagurinn 9.september Hrunavegur F344 frá Hrunaréttum að Núpstúni frá kl 13:00 fram eftir …

„Þessum næringarefnum er synd að sóa“

evaadmin Nýjar fréttir

Seyrustaðir formlega opnaðir á Flúðum Ný móttökustöð fyrir seyru sem staðsett er á Flúðum, Hrunamannahreppi, var formlega opnuð á fimmtudaginn af Umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, Guðlaugi Þóri Þórðarsyni.  Með móttökustöðinni hefst nýr áfangi í verkefni sem hófst árið 2011 en það felst í tæmingu rótþróa í Uppsveitum Árnessýslu, Ásahreppi og í Flóa  og afsetningu seyrunnar til landgræðslu á Hrunamannaafrétti. Að …

Sigurður er algengasta nafnið í Hrunamannahrepp

evaadmin Nýjar fréttir

Þjóðskrá hefur nýverið tekið upp þá nýbreytni að birta á vef stofnunarinnar skýrslur er innihalda ýmsar tölulegar staðreyndir um sveitarfélög landsins.  Er afar fróðlegt og skemmtilegt að skoða þessar skýrslur en ný kemur um hver mánaðamót.  Á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst var nýjasta skýrslan um Hrunamannahrepp lögð fram til kynningar.  Sveitarstjórn fagnaði á fundinum sjálfvirkri skýrslugerð Þjóðskrár þar sem …

Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa

evaadmin Nýjar fréttir

Í Undralandi eru um 40 nemendur frá eins árs aldri á þremur deildum. Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum. Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu. …

Hvað eiga göturnar að heita?

evaadmin Nýjar fréttir

  Ákveðið var á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst að ráðast í útboð við gatnagerð í fyrstu götu Byggða á Bríkum.  Á þessum sama fundi var samþykkt að leita til íbúa og annarra áhugasamra og kalla eftir tillögum að nöfnum á göturnar í þessu nýja hverfi Tillagan sem samþykkt var er svohljóðandi: Sveitarstjórn samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að kalla …

Fyrsti áfangi Byggða á Bríkum kominn af stað

evaadmin Nýjar fréttir

  Gatnagerð  í fyrsta áfanga Byggða á Bríkum verður boðin út á allra næstu vikum eða um leið og útboðsgögn verða tilbúin eftir einróma samþykkt sveitarstjórnar í gær, fimmtudaginn 18. ágúst. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 25 íbúðum, tveimur 4 íbúða raðhúsum,  tveimur 3 íbúða raðhúsum, fjórum parhúsum og þremur einbýlishúsum.  Er hér um að ræða stærstu einstöku …