Skipulagsfulltrúi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Skipulagsfulltrúi óskast til starfa. Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita.

Húsnæðisbætur fyrir námsmenn að 18 ára aldri.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur vill vekja athygli á því að sækja þarf um húsnæðisstuðning hingað á skrifstofuna hjá okkur fyrir ungmenni að 18 ára aldri. Sækja þarf um hvert námsár og þegar 18 ára aldri er náð þarf að sækja um að nýju hjá husbot.is  

Hrunaréttir föstudaginn 14. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Tafir vegna fjárrekstra í Hrunamannahreppi Tafir geta orðið á umferð á Skeiða og Hrunamannavegi frá Tungufelli að Hrunaréttum fimmtudaginn 13. september frá kl: 10:00-16:00. Föstudaginn 14. september kl:12:00 og fram eftir degi má búast við töfum á umferð vegna fjárrekstra frá Hrunaréttum. Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps

Skaftholtsréttir 14. september – Vegurinn við Þrándarholt lokaður

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur  Tafir á umferð  á þjóðvegum nr. 30 og 32 Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 13. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta. Föstudaginn 14. september á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir …

Plastlaus vika í september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú er, auk þess sem ráðist verður í almenna tiltekt í landshlutanum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Átakið …

Fjallferðir og réttir 2018

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunaréttir hefjast klukkan 10:00 föstudaginn 14. september. Fyrra safn leggur af stað laugardaginn 8. september og eftirsafnið leggur af stað 10-14 dögum eftir réttir og er Þorsteinn Loftsson kóngur í eftirsafni. Einhverjar tafir verða á umferð á vegum frá Tungufelli að Hrunaréttum fimmtudaginn 13. september eftir hádegi. Föstudaginn 14. september, Réttardaginn verða tafir á umferð frá Hrunaréttum milli klukkan 12:00 …

Rafmagnslaust í Hrunamannahreppi, Frá Götu að Hólakoti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Rafmagnslaust verður frá Götu að Hólakoti Hrunamannahreppi 30.08.2018 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna tengivinnu. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.