Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps 2019 Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Hrunamannahrepps fyrir árið 2019. Hægt er að tilnefna einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagastarfsemi fyrir störf í þágu umhverfis í nær eða fjærumhverfi. Tilnefningar ásamt smá rökstuðningi óskast sendar á netfangið umhverfisnefnd@fludir.is fyrir 1. maí 2019. Einnig er hægt að koma tilnefningum til skrifstofu Hrunamannahrepps. Umhverfisverðlaunin verða afhent 17. júní. …

Þjónusta Hrunamannahrepps við eldri borgara.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Eldri borgarar fá þjónustu  skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lög um málefni aldraðra.  Markmið þessara laga er að tryggja að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veittt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þarfir hvers og eins.

Vinnuskóli í Hrunamannahreppi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Verður starfræktur  frá 11. júní til og með 12. júlí í sumar. Miðað er við að umsækjendur séu fæddir á árunum 2003–2005. Umsóknir þurfa að berast fyrir 26. apríl á Skrifstofu Hrunamannhrepps eða á netfang hruni@fludir.is. Nánari  upplýsingar í síma 480 6600 eða á netfang: hruni@fludir.is  

Sundlaugin Flúðum- sumarvinna

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sumarvinna. Hrunamannahreppur óskar eftir starfsfólki í sumarvinnu við sundlaugina á Flúðum. Viðkomandi þurfa að hafa náð 18 ára aldri og ljúka sundlaugarvarðarprófi og skyndihjálparnámskeiði. Umsóknir berist til Péturs á netfang: petur@fludir.is fyrir 8. apríl nk. Allar nánari upplýsingar hjá Pétri  í síma 895 6603 eða á netfang: petur@fludir.is