Samningur við Hestamannafélagið undirritaður

evaadmin Nýjar fréttir

Sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur undirrituðu í dag samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul. Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og Hmf. Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins. Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda …

Varðandi nýja brú á Stóru-Laxá

evaadmin Nýjar fréttir

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Vegagerðinni: Varðandi nýja brú á Stóru-Laxá. Eins og þið hafið örugglega tekið eftir hafa framkvæmdir við Stóru-Laxá ekki gengið eftir áætlun. Til stóð að ljúka verkinu haustið 2022 en nú er fyrirséð að það mun dragast fram á vorið / sumarið 2023. Skrifa ykkur nokkrar línur til að skýra stöðuna.   Helsta ástæða fyrri þessum drætti …

Mikið framkvæmdaár er framundan í Hrunamannahreppi

evaadmin Nýjar fréttir

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2024-2026 var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Hrunamannahrepps þann 30. nóvember 2022 og samþykkt við síðari umræðu þann 15. desember 2022. Með áætlunin er lagður grunnur að fjárhagsramma sveitarfélagsins fyrir árið 2023 sem nefndum og stofnunum sveitarfélagsins er ætlað vinna vinna eftir. Auk þess sem unnin er 3ja …

Gjaldskrárbreytingar á árinu 2023.

evaadmin Nýjar fréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins sem taka munu gildi þann 1. janúar 2023.  Gert er ráð fyrir að gjaldskrár hækki að jafnaði um sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu síðastliðna 12 mánuði eða um 9,33%. Þó eru einstaka undantekningar frá því.    Má þar nefna að ýmis gjöld tengd sorphirðu eru eingöngu hækkuð um 6-7% milli ára en áætlanir gera ráð …

Starfsfólk óskast: Leikskólinn Undraland

evaadmin Nýjar fréttir

Starfsfólk óskast Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa Í Undralandi eru um 40 nemendur frá 18 mánaða aldri á þremur deildum. Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum. Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með …

Pésinn í desember

evaadmin Nýjar fréttir

Pistill sveitarstjóra Í þessum síðasta Pésa ársins vil ég þakka ykkur öllum fyrir einstakar móttökur og ánægjulegar samverustundir síðustu fjóra mánuði. Ég hef komist að því að hér í Hrunamannahreppi er gott mannlíf og afskaplega mikið um að vera svo ég hlakka svo sannarlega til verkefna komandi missera og skemmtilegra samverustunda með ykkur öllum. Það er gaman að geta sagt …

Íbúakönnun – Atvinnustefna – Population Survey – Employment Policy

evaadmin Nýjar fréttir

Nú stendur yfir vinna við að móta sameiginlega atvinnumálastefnu sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu; Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Íbúum gefst tækifæri til að taka þátt í að móta áherslur í stefnunni með því að svara rafrænni könnun.  Könnunin er aðgengileg íbúum á vefsíðum sveitarfélaganna fjögurra til áramóta. Könnunin er nafnlaus og órekjanleg. Íbúar eru hvattir til …

Auglýsing um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur auglýsir eftir leigutökum með það að sjónarmiði að nýta lóðir innan þjóðlendumarka Hrunamannaafréttar. Leyfi Hrunamannahrepps þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. …

Landssamtökin Þroskahjálp

evaadmin Nýjar fréttir

Við viljum vekja athygli á að Landssamtökin Þroskahjálp eiga og reka heilsárshús á Flúðum sem nefnist Daðahús. Daðahús er að Akurgerði 10 á Flúðum. sjá staðsetningu á meðfylgjandi slóð : https://ja.is/?q=Akurger%C3%B0i%2010,%20Fl%C3%BA%C3%B0um.   Opið er fyrir bókun í Daðahús fram til maí sjá vef Þroskahjálpar: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/dadahus Húsið hefur verið mikið nýtt á sumrin en samtökin vilja sérstaklega vekja athygli á vetrarleigu, …