Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá …

Íbúafundur!

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

 Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna, þriðjudaginn 12. febrúar n.k. kl.  17:00-18:30. Fundarefni verður: Breytingar á fyrirkomulagi sorpmála. Leiðbeiningar um flokkun og meðferð sorps. Á fundinn mæta starfsmenn Íslenska Gámafélagsins og fara yfir flokkun sorps og svara spurningum um meðferð einstaka sorpflokka. Íbúar, forsvarsmenn fyrirtækja og eigendur frístundahúsa eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fyrirhugaðar breytingar …

Hrunaljós – Fréttir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Íbúar og eigendur tengistaða sem tilheyra áfanga 5 og 6 skv. verkáætlun við lagningu á ljósleiðara getu nú pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu fjarskiptafélagi. Til upplýsinga og upprifjunar liggur áfangi 5 frá Flúðum að Skyggni, Hruna, Túnsbergi, Reykjadal og að Laugum. Áfangi 6 liggur frá Hruna að Sólheimum annars vegar og Þverspyrnu að Kaldbak hins vegar. Fjarskiptafélögum hefur verið gert …

Listasafn Árnesinga – Listamannaspjall og leiðsögn Ólafur Sveinn Gíslason

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Innsetningin Huglæg rými eftir myndlistarmanninn Ólaf Svein Gíslason var opnuð um miðjan janúar í Listasafni Árnesinga að viðstöddu fjölmenni. Sunnudaginn 3. febrúar mun Ólafur ganga um sýninguna og segja frá og ræða við gesti um gerð og innihald innsetningarinnar sem samanstendur af kvikmynd sem varpað er á sex veggi sýningarrýmisins,

Fundur í Árnesi – Votlendissjóður

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Votlendissjóðurinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efna til fundar í Árnesi um endurheimt votlendis þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.00.   Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti opnar fundinn. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins, kynnir starfsemi hans. Erindi: Dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri Skógræktarinnar. Dr. Hlynur Óskarsson, sviðsstjóri rannsókna Landbúnaðarháskóla Íslands. Umræður.                                                         Allir velkomnir.

Sorphirða á nýju ári

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kæru íbúar Vegna tafa verður ekki hægt að keyra brúnu tunnuna út fyrr en seinnipartinn í næstu viku. Einnig verður fræðsluefni tengt breytingunum dreift á öll heimili. Þeir sem nú þegar eru byrjaðir að flokka lífrænt frá verða því að setja það í gráu tunnuna eða geyma það,  þangað til sú brúna mætir. Hægt er að byrja að nýta bláu …

Ljósleiðarafréttir:

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Ljósleiðarafréttir: Nú geta íbúar í áföngum 7 og 8 pantað sér fjarskiptaþjónustu þar sem þeir eru tilbúnir. Í áföngum 7 og 8 eru bæirnir í uppsveitinni þ.e frá Flúðum að Bryðjuholti um Kópsvatn, Kotlaugar, Skipholt, Hvítárdal, Haukholt, Foss að Tungufelli.

Land undir Urðunarstað – Sorpstöð Suðurlands

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

  Land undir urðunarstað   Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og  útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. Á staðnum yrði tekið …

Gámasvæðið á Flúðum – Breyttur opnunartími

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Gámasvæðið á Flúðum auglýsir breyttan opnunartíma. Frá og með 1. desember 2018 verður gámasvæði opið fyrir akandi umferð frá kl. 9.00 til  20:00 alla daga. Vakin er athygli á að fólk reyni að flokka rétt. Nú er plastgámurinn kominn uppá gámasvæði og hægt að fara að nota hann. Við viljum ítreka að fólk flokki rétt í gámana. T.d á þessi …

Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: þarfir gesta og heimamanna þarfir fyrirtækja og umhverfis.