Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2022. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja alla til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma …
Viltu verða slökkviliðsmaður?
Brunavarnir Árnessýslu eru að auglýsa eftir liðsmönnum á allar stöðvar í útkallsliðið. Hér er linkur á kynningarfundinn: https://www.facebook.com/events/1497567237334631?ref=newsfeed
Dagþjónusta fyrir eldri borgara í Uppsveitunum
Bókun varðandi dagþjónustu fyrir eldri borgara hér í Uppsveitunum var lögð fram á fundi sveitarstjórnar þann 20. október s.l.. Var bókunin lögð fram vegna greiningar sem starfsmenn Heilsugæslunnar í Laugarási og velferðarþjónustunnar í Uppsveitunum á þörf fyrir dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæði þeirra. Tildrög þessa eru þau að sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur sóttu um til …
Útboð vegna trygginga auglýst.
Útboð vegna allra trygginga Hrunamannahrepps hefur nú verið auglýst. Á fundi sveitarstjórnar þann 1. september s.l. var samþykkt tilboð frá fyrirtækinu Consello í útboðsgerðina enda hefur fyrirtækið víðtæka reynslu af tryggingamálum og hefur unnið fyrir um 40 sveitarfélög með sambærilegum hætti og með góðum árangri. Starfsmenn Consello hafa farið yfir allar tryggingar sveitarfélagsins með það fyrir augum að finna réttar …
Pésinn í október
Október Pésinn er kominn út og má nálgast hér
Bilun á ljósleiðarakerfi! 11.10.2022
Tekinn var í sundur stofnstrengur í ljósleiðarakerfi í Reykholti. Unnið er að viðgerð.
Forvarnardagurinn 2022
Miðvikudaginn 5. október 2022 verður Forvarnardagurinn haldinn í 17 sinn í grunnskólum landsins og í tólfta sinn í framhaldsskólum. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landsamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining og …
Vörðum leiðina saman
Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni „Vörðum leiðina saman“. Fundur Sunnlendinga verður þann 11. október kl. 15:00 -17:00 á fjarfundabúnaðnum Teams.