Umhverfisdagur Hrunamannahrepps 2020 – Föstudaginn 8. maí

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Rusladagurinn verður með öðruvísi skipulagi að þessu sinni, þar sem reglum almannavarna um 2ja metra regluna þarf að hlýða. Hann byrjar á að nemendur Flúðaskóla og leikskólans Undralands taka virkan þátt í tiltektinni á Flúðum og verður hafist handa kl. 10:20 og nánasta umhverfi skólanna hreinsað. Skólarnir skipta niður með sér svæðum innan Flúðahverfisins. Íbúum Flúða og öðrum hefur vanalega …

Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2020

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hér lítur dagsins ljós dagskrá sumarsins 2020. Vonandi að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og við hlökkum til að eiga með ykkur gott göngusumar 😀 Við munum setja inn viðburði á facebook   í tengslum við hverja göngu fyrir sig, með nánari upplýsingum. Ekki hika við að samband ef eitthvað er óljóst, Helgi Már (6923882) og Kolbrún (6995178)

Markaskrá 2020

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Markaskrá 2020 Enn eiga þó nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður. Allir eigendur skráðra  eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf frá mér seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir 20.apríl. Þið sem ég hef ekkert heyrt frá vinsamlegast bregðist strax við. Ef …

Ferðamálastofa með opinn hvatningarfund á facebooksíðu

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Góðan dag, Ferðamálastofa boðar til opins kynningarfundar á Facebooksíðu Ferðamálastofu um væntanlegt hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Meðal annars verður farið yfir hvernig ferðaþjónustan getur nýtt sér hvatningarátakið og auglýsingaefni sem útbúið verður í tengslum við það. Fundurinn verður næstkomandi mánudag 27. apríl kl. 11:00. Upptaka verður aðgengileg strax eftir fund. Viðburðinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/260183138492318/ https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/category/1/hvatningaratak-vegna-ferdalaga-innanlands-hvernig-geta-ferdathjonustufyrirtaeki-nytt-ser-atakid www.ferdalag.is   Kær kveðja …

Byggðafesta og búferlaflutningar : Könnun

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Byggðastofnun hefur sett af stað könnun sem ber heitið Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli. Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Viljum við hvetja íbúa sem eru búsettir í póstnúmeri 846 að taka þátt: Könnunina má má nálgast hér: www.byggdir.is

Hrós til íbúa Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Borist hefur hrós til íbúa Hrunamannahrepps frá hirðingaraðila um góða flokkun í pappagámnum, þetta er í annað sinn síðan í haust sem afar góð umgengni er við gáminn. Megi íbúar hreppsins og gestir eiga þakkir skildar og vonandi skilar þetta sér í lægri kostnaði við þennan málaflokk.

Ísland Plokkar ! Stóri plokkdagurinn 25. apríl

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land á laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Viljum við endilega hvetja íbúa til að skella sér út í góðan heilsubótargöngutúr og snyrta umhverfið í leiðinni enda er ýmislegt sem hefur farið á flakk í vetur eftir mikið hvassviðri vetrarins. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, bæta heilsu og umhverfiJ Gámasvæðið er opið frá …

Refa- og minkaveiði

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Auglýst er eftir áhugasömum aðila eða aðilum til að taka að sér refa- og minkaveiði í Hrunamannahreppi.  Um er að ræða leit á grenjum vegns refs vorið og sumarið 2020 og eftir atvikum vetrarveiði á ref og veiðar á mink eftir aðstæðum.   Veiðisvæðið er neðri hluti Hrunamannahrepps.  Veiðin og grenjaleitin skal unnin í samvinnu við aðra ráðna veiðimenn sveitarfélagsins. Kröfur …